6.7.2008 | 03:31
Alveg sjálfsagt!
Auðvitað er alveg sjálfsagt að mismuna Suðurnesjamönnum! Þetta veit Árni jafnvel og allir aðrir góðir og gegnir Sjálfstæðismenn. Árni veit ósköp vel, að Flokkurinn hefur ekkert að athuga við mismunun hverskonar, enda talið sjálfsagt að stuðla að sem mestri mismunun í þjóðfélaginu. Því ber Árna Sigfússyni að fagna þessum merka áfanga Flokksbræðra sinna í rikisstjórninni. Og Árni, sem ég veit að er vel siðaður Flokksmaður, á þakka ráðherrunum fyrir, að Suðurnesjamenn fá að njóta stefnu Flokksins í heilbrigðismálum með því að verða aðnjótandi mismunar! Það er sælt að vera í Flokknum og njóta mismunar hans! Ekki satt, Árni Sigfússon?
Óviðunandi mismunun segir bæjarstjóri Reykjanesbæjar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 03:34 | Facebook
Athugasemdir
Æi! Alltaf þarft þú að vera með eitthvað svona Auðun. Aðalatriðið er að við Íslendingar erum með besta heilbrigðiskerfi í heimi. Við erum með besta fiskveiðistjórnunarkerfi í heimi eins og sannast hefur með því að Hafró hefur ekki ennþá tekist að útrýma fiskistofnum okkar til fulls á 25 árum þó vissulega séum við á góðri leið þar. Við eigum (áttum?) svo sterk útrásarfyrirtæki og éinkabanka að allur heimurinn nötraði af ótta þegar fréttist af ungum Íslendingi á leið til Köben að heimsækja aldraða föðursystur sína.
Nú er mest um vert að við sameinumst um það göfuga hlutverk að tortíma Íbúðarlánasjóði. Og hrindum af stað átaki til að ýta hjólum byggingaverktaka í gang að nýju og nýta alla þessa glæstu byggingarkrana sem prýða Stór-Reykjavíkusvæðið.
(Flosi Ólafsson keyðti landspildu úr jörðinni Litla-Bergi í borgfirskum dal. Þangað flutti fjölskyldan eftir að hafa byggt íbúðarhús og hesthús. Óðal þetta skírði Flosi svo: Stóra- Aðalberg!)
Flokkurinn mismunar engum. En hann gætir að sjálfsögðu "eðlilegrar hagræðingar" í öllum mikilvægum ákvörðunum.
Bara svo því sé nú haldið til haga.
Árni Gunnarsson, 6.7.2008 kl. 16:46
Gott hjá þér Árni minn, en auðvitað ber að halda því til haga sem vel er gert saman ber auðinn sem kvótakerfið hefur skapað í smáþorpum landins! Segðu mér eitt. Voru þetta nokkuð pólitískum ræðuhöld Tinnu sem við feðgin heyrðum núna einhverntíma eftir hádegið. Hún er náttúrulega velkomin í Flokkinn fyrst Árni Johnsen og ofvitinn ú Bolungarvík er það!
Auðun Gíslason, 6.7.2008 kl. 16:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.