21.7.2008 | 14:11
Predíkari á norðurlandi jarðsyngur mann! Sönn örsaga úr norðrinu.
Fyrir ekki löngu síðan jarðsöng predíkari á norðurlandi mann, sem látist hafði eftir löng og erfið veikindi. Fylgdi veikindum mannsins, og dauða, mikil sorg fjölskyldu hans og aðstandendum, enda maðurinn elskaður mjög af konu og börnum. Í líkræðunni gerði predíkarinn alvarleg mistök, þar sem hann rangfeðraði fjölskyldumeðlim. Eftir athöfnina kom ekkjan í tilfinningaólgunni, sem fylgir kringumstæðum sem þessum, og bar sig upp við predíkarann um fyrrnefnd mistök hans. Hann hafði engar vöfflur á, en bauðst til að endurtaka athöfnina! Engin beiðni um afsökun eða fyrirgefningu hefur borist frá predíkaranum.
Meginflokkur: Stjórnmál og samfélag | Aukaflokkur: Trúmál og siðferði | Breytt 23.7.2008 kl. 01:14 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.