10.8.2008 | 22:58
DÓMSTÓLL GÖTUNNAR...(endurbirt)
...dæmir og dæmir og dæmir. Kjaftakjellingar af báðum kynjum setja sig í réttlætisstellingar og þykjast vera þess umkomnar að dæma og dæma og dæma...Nú hefur ein slík kveðið uppúr með það að dæmdir menn skuli halda kjafti og eigi sko ekkert að hafa málfrelsi, einsog við hin. Ég hef nú leyft mér að hafa ýmsar skoðanir á Árna Johnsen, en mér hefur nú aldrei dottið í hug að svipta eigi hann almennum mannréttindum. Mínar efasemdir um Árna hafa aðallega snúið að áframhaldandi afskiptum hans af stjórnmálum/landsstjórninni, svo og að siðferðiskennd hans. En Árni hefur afplánað fyrir brot sín og hlotið uppreist æru. Á að halda áfram að refsa honum og öðrum í sömu stöðu. Þangað til nú á síðustu árum hefur verið litið svo á að þegar menn hafi tekið út refsingu fyrir brot sitt væru þeir kvitt við þjóðfélagið og þjóðfélagið kvitt við þá. Og menn gætu haldið áfram lífi sínu, einsog hverjir aðrir borgarar. Enda svolítið grimdarlegt að hengja myllusteina um háls manna ævilangt fyrir hugsanleg eða framin brot. Hið nýja viðhorf er, að brotlegir menn verði aldrei kvitt við einn né neinn, þeim eigi sífellt að núa um nasir afglöp þeirra, mistök og glæpi smáa sem stóra. Aldrei að fyrirgefa! Nú er það Árni, um daginn eldabuskann sem heimsótti forsetafrúnna. Þeim skal sko ekki fyrirgefið og vei þeim sem umgengst þá sem dæmdir hafa verið. Í eina tíð, ekki fyrir mjög löngu síðan, var heill trúflokkur sem kallar sig þjóð, ofsóttur og hundeltur. Það endaði með Helförinni sem frægt er orðið. Þeim skyldi sko ekki fyrirgefið að hafa drepið Krist. Nú hefur þeim verið fyrirgefið svo rækilega, að þeim fyrirgefst allur andskotinn, m.a. barnamorð! Rétttrúaðar réttlætiskjaftakjellingar líta bara í hina áttina eða afneita staðreyndum og sannleikanum. Þær hafa nefnilega fundið sér ný fórnarlömb: Smábófa sem vegna mannlegra breyskleika hafa gerst sekir um smáglæpi, einsog lítilsháttar hnupl og aðra óknytti.
Kannski við ættum að höggva af þeim hausinn eða bara hendurnar?
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:00 | Facebook
Athugasemdir
Það er ansi mikið til í þessu hjá þér.
Jóna Á. Gísladóttir, 10.8.2008 kl. 23:18
Takk fyrir! Heimsókn þín er sko mikill heiður hér á bæ! Takk aftur! Og takk fyrir alla lesninguna!
Auðun Gíslason, 10.8.2008 kl. 23:26
það er fallega sagt. Takk sömuleiðis.
Ég leyfði mér að linka á færsluna. Það væri afar áhugavert að fá skoðanir fólks á einmitt þessu með endurkomu fyrrverandi fanga inn í þjóðfélagið. Frá örófi alda hefur hugmyndin verið sú að þegar fólk hefur setið af sér dóm þá hefur það greitt skuld sína við samfélagið og æran fær uppreisn.
En ég er ekki viss um að það hafi alltaf verið raunin. Allra síst í augum almennings.
Jóna Á. Gísladóttir, 10.8.2008 kl. 23:39
Mér finnst reyndar að við ættum bara að fangelsa þá sem eru hættulegir öðru fólki s.s. morðingja, kynferðisglæpamenn og aðra ofbeldisseggi. Aðrir skulu dæmdir til fjársekta og samfélagslegrar þjónustu. Það að sitja í fangelsi greiðir enga skuld við samfélagið að mínu viti...fangelsi eiga bara til að vernda saklaust fólk fyrir fyrrnefdum afbrotamönnum. Það er dýrt að halda úti fangelsum fyrir allt þetta fólk og einhvernveginn virðast þau ekki vera neitt sérlega afbrotaletjandi - hvorki fyrir né eftir vist.
Þá þarf að mínu viti huga miklu betur að málefnum geðsjúkra abfrotamanna og finna viðunandi og góða lausn á þeim. Það er sá hópur sem sannalega þarf á mikilli umönnun og atygli á að halda.
Um málefni Árna og Mörthu smörtu vil ég það segja að hvort um sig hefðu átt að borga skuld sína við samfélagið með sama hætti og þau bjuggu hana til, þ.e. með peningum. Eftir það ættu þau að sjálfsögðu að hafa mál og skoðanafrelsi eins og allir aðrir. Batnandi fólki er nefnilega best að lifa og með tímanum ættu þau á eigin forsendum að ávinna sér þá æru sem þau sá til.
Anna Þóra Jónsdóttir, 11.8.2008 kl. 00:05
Aflima þá segir þú?? Það er umhugsunarvert...kannski full harkalegt þó Árni verður að geta spilað á gítar, en hann mundi missa hendurnar eftir þjófnað í slíku réttarkerfi.
Að öllu gríni slepptu, þá er ekki sama hver glæpurinn er. Það er ekki sama þjófnaður og þjófnaður. Sumt er gróft, sumt er enn grófara. En að almenningur eigi að grýta gerandann, það þjónar engum tilgangi. Þó finnst mér forkastanlegt að fólk sem er treyst fyrir almenningsfé og eigum skuli vera svo ósvífið að stela úr eigin hendi frá þjóðfélaginu. Þetta finnst mér ljótasti þjófnaðurinn.
Ekki er heldur sama hver glæpurinn er. Sumt er aldrei hægt að fyrirgefa þó maður megi ekki taka lögin í eigin hendur þó maður gjarnan vildi í sumum tilfellum.
Svo fannst mér forkastanlegt í vor þegar sjónvarpið var með frétt frá útskrift í FSU (Selfossi) að ræðu útskriftanema flutti maður sem er að afplána að mig minnir 16 ára dóm fyrir morð. Hann fékk að fara einn með skólarútu til að stunda námið bara átti að muna að koma "heim" strax eftir skóla!
Hvernig leið aðstandendum hins látna að horfa á þennan mann í sjónvarpi allra landsmanna, sem tók líf ástvinar þeirra? Aðgát skal höfð í nærveru sálar!
Kveðjur og heilsanir.
Rúna Guðfinnsdóttir, 11.8.2008 kl. 00:05
Stórgóður pistill atarna, þrátt fyrir að ég sé nú ekkert endilega sammála því að Áddni þurfi endilega að (geta) spila á gítar.
En beturvitandi forræðizhyggjumal sjálfskipaðra refzinorna bloggerízins & halli-skúlakórinn þeirra hefur alltaf nuddað mér óþokkalega öfugt frá fyrstu tíð
Steingrímur Helgason, 11.8.2008 kl. 00:13
Góður pistill.
Við getum alveg tekið upp Texas aðferðina og tekið menn af lífi strax ef að þeir eiga ekki að geta lifað í samfélaginu sem full gildir limir eftir að hafa tekið út sína refsingu og að ég tali ekki um tekið út verulegann þroska, sem umræddur nemi hefur sýnst vera að gera.
Rúna! .
Högni Jóhann Sigurjónsson, 11.8.2008 kl. 00:21
En Högni minn..þú misskilur mig eða last of hratt . Það þarf ekki að sjónvarpa þessu. Svo á hann nokkur ár eftir í afplánun. Ég er ánægð með að þeir komi betri út, en kennslan hefur farið fram í fangelsinu og þannig vildi ég hafa það....og hana nú! Ekki frjálsir menn einir á flakki, það verða að vera takmörk. Þeir hafa haft fína kennarar innan veggja fangelsisins.
Ég veit vel að við græðum ekkert á því að læsa grófa glæpamenn í 10 ár og henda þeim síðan út enn sýktari en áður. Menntun er betrun og græða allir á henni....
Rúna Guðfinnsdóttir, 11.8.2008 kl. 00:31
Sammála. Ég varð eitt sinn þess heiðurs aðnjótandi fyrir löngu síðan að Árni spilaði fyrir mig á gítar og söng mig í svefn, á rúmstokknum mínum, eingöngu sem vinur minn, ekkert meir. Geri aðrir betur.
Svava frá Strandbergi , 11.8.2008 kl. 07:24
Rúna, ég tek ekki afstöðu til þess hvort að sjónvarpa hefði átt en býst einhvernveginn við því að aðstandendur hafi fengið að hafa eitthvað um það að segja.
Enn það er ekki hægt að kenna allt niðurfrá svo að í sumum tilfellum eru þeir sendir upp á Selfoss og umræddur maður hefur sýnt að hann var traustsins virði á meðan aðrir hafa klikkað ílla verandi komnir á Vernd eða samfélagsþjónustu.
Ég vil að allt sé gert til að menn komi betri út og að sem allra fyrst verði gripið inní þegar ungt fílk er að fara í fangelsi, en nú er ég kannski farinn að dreyfa umræðunni.
Högni Jóhann Sigurjónsson, 11.8.2008 kl. 10:24
Hmm...
...já. Ég get tekið undir ýmislegt í þessu máli hjá þér, en þú virðist gleyma að Johnsen á Íslandsmet í Grjótkasti úr glerhúsi...
J. Einar Valur Bjarnason Maack , 11.8.2008 kl. 12:25
Þessi pistill er þrælgóður. Ég hef áhuga á málefninu sem móðir fanga, mörgum dyrum var lokað á nefið á honum af fólki sem þóttist honum betra.
Mín skoðun hefur alltaf verið sú (líka áður en ég varð móðir fanga) að þegar afplánun er lokið þá eru fangar búnir með sína refsingu.
Eins erfitt og það skal vera fyrir aðstandendur fórnarlamba morðingja þá verður seint hjá því komist að leiðir þeirra liggi saman einhvernveginn síðar á lífsleiðinni. Eina leiðin til að koma endanlega í veg fyrir slíkt er einfaldlega aftaka. Þá er undir þann leka sett.
Þetta hljómar andstyggilega, það veit ég en ef það er skoðað í kjölinn þá er þetta kjarni málsins.
Góðar stundir
Ragnheiður , 11.8.2008 kl. 13:01
Þessi maður sem ég álpaðist til að tala um, ef ég man það rétt, á einhver sjö ár eftir í afplánun.
Það hlýtur að vera sárt ef barnið manns brýtur svo af sér að taka þurfi hann úr umferð. Mér verður oft hugsað til aðstandenda í ofbeldis og fíkniefnabrotum, að ég tali ekki um ef það kostar mannlíf...það hlýtur að vera óbærilegt.
En þetta er allt annað mál. Unglingar eiga ekki heima meðal harðsvírugra glæpamanna, það vita allir og eru allir á sama máli um, það efa ég ekki.
En ég er komin á flug eins og oft áður og langt úti á túni frá umræðunni. En hann Árni....það er allt annað mál...
Rúna Guðfinnsdóttir, 11.8.2008 kl. 15:39
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.