18.8.2008 | 14:45
Hugsanagangur Mattíasar Jóhannesen ritstjóra.
Það er einkar athyglisvert að lesa fréttir á visir.is um skrif Mattíasar ritstjóra Moggans um lækniskostnað Guðrúnar Katrínar, eiginkonu Ólafs Ragnars. Vegna þess að Guðrún var gift Ólafi Ragnari sér Mattías ástæðu til að tortryggja læknismeðferð, og kostnað vegna hennar, sem Guðrún þurfti á að halda til að lífi hennar yrði bjargað. Og dramatíserar um þau meintu "vandræði" og heilabrot, sem málið á að hafa valdið Davíð Oddssyni. Ég veit ekki hverskonar hugarfar er að baki skrifum sem þessum, en ekki-góðmennskan leynir sér ekki.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:47 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.