Smáskitlegur aumingjaskapur! Andleg örbirgð valdsmanna.

Ég á eiginlega ekki orð til að lýsa því hvað mér finnst um þessa frumvarpsómynd sem forsætisráðherra leyfir sér að leggja fram í aumingjaskap sínum.  Það á reyndar það sama við um flest það, sem hæst ber í þjóðfélagi þessu nú um stundir.  Má þar nefna gersamlega ábyrgðarlaus ummæli ýmissa stjórnmálamanna um ástandið í þjóðfélaginu; stöðu efnahagsmála, kjaramálin verðbólguna, fjárhag venjulegra heimila í landinu o.s.frv.  Forsætisráðherra virðist lifa við einhvern allt annan veruleika en venjulegt fólk.  Hann áttar sig t.d. ekki á því að áhrif verðbólgunnar nú á fjárhag hins venjulega borgara gufa ekki upp, jafnvel þótt verðbólgan hjaðni á næsta ári eða því þar næsta.  Greiðslubyrði húsnæðislána hefur rokið upp, og hækkar enn, og hún lækkar ekki þó svo verðbólgan minnki einhvern tíma, Guð má vita hvenær.  Er Geir heimskasta möppudýrið?  Bætur til Breiðavíkur-fórnarlambanna eru móðgun og lítilsvirðing við mannlega skynsemi og reisn.  Geir leggur þetta fyrir þingið einsog ekkert sé sjálfsagðara.  Er hann heimskasta möppudýrið?  Heilbrigðisráðherra-fíflinu munar ekkert um að ljúga því uppí opið geðið á okkur, að hann geti ekkert gert vegna samningsgerðar við ljósmæður.  Þar er 2ja ára háskólanám til einskis metið í launum.

Davíð sagði bitur, þegar komið var að leiðarlokum hjá honum í pólitík (?), að sá sem færi útí pólitík væri dæmdur til fátæktar!  Í dag rann það upp fyrir mér, hvað hann átti við:  Sá sem kemst til valda lifir eftir það við andlega örbirgð! 


mbl.is Telja bætur of lágar
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

 Ef bara forsætisráðherra gæti skilið þetta! Sennilega er hann heimskasta möppudýrið. Frábær grein

haha (IP-tala skráð) 4.9.2008 kl. 09:02

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband