5.9.2008 | 21:58
Að velja sér vini.
Washington-stjórn hefur einkennilegan smekk, þegar kemur að vali á vinum. Einu sinni var Saddam heitinn Hússein vinur þeirra Kana. Hann átti olíu. Svo réðst hann inní Kúweit með leyfi vinar síns Bush eldri. Sá hafði hinsvegar gleymt að spyrja amríska olíuhringi og bankamenn um leyfi til að gefa leyfið. Það leiddi til fyrra Flóabardaga. Bush yngri vildi gera betur en pabbi sinn og sendi herinn inní Írak þvert ofaní ráð pabba gamla. Sá Flóabardagi stendur enn, og mun víst gera um einhver ár enn. Saddam kallinn er dauður og Írak á leið undir stjórn öfgafullra Islamista. Þá var nú Saddam skárri.
Nú er Kadaffí orðinn vinur Kana. Hann er meðal annars sekur um fjöldamorð. Og hann stóð víst á bak við Lockerbee-hryðjuverkið. Þá var hann "glæpahundur", og ég veit ekki hvað. Nú er hann boðinn velkominn í vinahópinn. Hann á jú einhverja dropa af olíu, sem þetta snýst allt um. Amrískir pólitíkusar láta sig hafa ýmislegt til að þóknast húsbændum sínum, olíuhringum, vopnaframleiðendum, bankamönnum o.s.frv.
Einu sinni var Osama bin Laden á launaskrá CIA. Gamli Bush mun eitthvað hafa haft með það að gera. Enda Bush-fjölskyldan í miklu vinfengi við þessa bin Laden-fjölskyldu. Nú er Osama efstur á óvinalistanum. Hann er einmitt skoðanabróðir þeirra sem koma til með að ráða öllu í Írak í framtíðinni. Innrásin í Írak hefur getið af sér mikinn fjölda al Kaida sellna vítt og breitt um heiminn, en að sjálfsögðu flestar í Írak og nágrannalöndum þess.
Heldur óhönduleg utanríkispólitík þetta hjá stjórninni í Hvítahúsinu og leyniþjónustu hennar, CIA.
Rice fundaði með Gaddafi | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Auðun, þú ættir að gerast skálsagnahöfundur! Þetta var bara nokkuð góð stutt skáldsaga.
Jón Jónsson, 5.9.2008 kl. 22:57
Ekki skáldskapur, heldur samsafn staðreynda!
Auðun Gíslason, 5.9.2008 kl. 23:07
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.