5.9.2008 | 22:19
"Afsakiði meðana ég æli."
Þessi stúfur úr ræðu McCains, sem RÚV birti í fréttatíma sínum kom ælunni uppí kok á mér, enda ég nýbúinn að eta lambakótilettur. Mærðarlegt þjóðernissinna-vælið var ámátlegt. Þvílíkur tilfinningavaðall! Heimurinn hefur lítið að gera með ríki sem stjórnast af öfgafullum þjóðernisbullum. Það er kominn slæm reynsla á svoleiðis vitleysinga. Kanar eru óskaplega veikir fyrir þegar kemur að svona áróðri. Eitt enn. Sögurnar sem þessi loddari, McCain, ber á borð eru sumar þvílíkt bull, að það nær ekki nokkurri átt. Einsog það að hann hafi neitað að vera látinn laus, þegar Víetnamar ætluðu að sleppa honum! Hann, sem, að eigin sögn, sætti stöðugum pyntingum! Sá sem trúir svona rugli er eitthvað meira en lítið einfaldur. Eða amríkani. Nema hvort tveggja sé! Sjá menn þetta ekki fyrir sér? Til stendur í hræðilegum fangabúðum lengst inní skógunum að láta lausann hrakinn og margpyntaðan hermann. Hann segir: Nei, ég fer ekki fet! Ég vil dvelja hjá mönnum mínum (hinum hröktu og margpyntuðu dátunum). Kvalararnir hafa sjálfsagt velst um í rykinu af hlátri! Eða bara hent hinum sjálfumglaða dáta útí skóg! Varla hefur kvikindið verið farinn að stjórna þessum fangabúðum útí skóginum? Hvílík hetja!
Metáhorf á ræðu McCain | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.