10.9.2008 | 14:49
Barnið á heimilinu: Enginn heimsendir, sjúbb!
Barnið á heimilinu var mikið fegin að heimurinn fórst ekki. Var búinn að ræða þetta við hana aftiur og aftur, þar sem hún heyrði fréttirnar af þessu á RÚV. Vísaði til heimsendaspámannsins sem skreið, ásamt fylgjendum sínum, ofaní holu austan Moskvu í desember. Las með henni fréttaumfjöllun í Fréttablaðinu. Hún lét ekki alveg sannfærast fyrr en hún tók á því. Svona líkt og Tómas, sem þurfti að setja fingur sinn í síðu frelsarans. Kannski er blessað barnið búin að heyra í of mörgum heimsendaspámönnum á halelúja-samkomum. Hér eftir trúir hún tæpast svona bulli... Úlfur, úlfur...
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 14:52 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.