Allt er þá er þrennt er!

Það er þrennt sem við Íslendingar þurfum að losa okkur við hið snarasta!

1.  Huglausir og verkkvíðnir stjórnmálamenn.  Kannski stafar ótti þeirra af því skelfilegasta sem þeir geta hugsað sér:  Að tapa einhverju af völdum sínum.

2.  Ónýtur gjaldmiðill!  Krónan getur ekki staðið ein og óstudd.  Jónas Haralds útlistaði það rækilega í Silfrinu á sunnudaginn.

3.  Verðtrygging.  Fávísir benda á að þá sé lífeyriseign landsmanna í hættu.  Lífeyrissjóðirnir eiga minnsta af eignum sínum í verðtryggðum útlánum og á sparisjóðsreikningum, einsog sumir virðast halda.  Mest af eignum lífeyrissjóðanna eru í eignum, þar sem verðtrygging kemur ekki við sögu.  Íslendingar hljóta að geta hagað fjármálum sínum einsog siðað fólk,  þ.e. án verðtryggingar.

Í þessari röð!

 


mbl.is Evra er ekki lausn á verðbólgu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband