Þorsteinn Már kallaður á teppið?

Getur verið að Þorsteinn Már hafi verið tekinn á teppið Bláu Handarinn?  Miðað við hvernig hann, og fleiri hluthafar, hefur talað áður sýnist mér að einhver hafi sett á hann þumalskrúfurnar!  Og allar hina stóru hluthafana!  En kannski vita þeir, að þeim sé  best að forða sér bara og ríkið hirði góssið, hver veit?  Einkennilegt! Mennirnir, sem hafa talað af heilagri vandlætingu um framkomu Seðlabankans og ríkisins um síðustu helgi, og yfirtöku og bankarán, hafa nú beygt sig eða hafa verið beygðir til að samþykkja allt sem þeir áður töldu af og frá.  Hvað er í gangi, ég bara spyr!
mbl.is Hvetur hluthafa Glitnis til að samþykkja tilboð ríkisins
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Margrét St Hafsteinsdóttir

Það hlýtur að vera einhver gulrót í samningunum fyrir hluthafana

Margrét St Hafsteinsdóttir, 3.10.2008 kl. 20:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband