13.1.2009 | 15:35
Ábyrgð eða ábyrgðarleysi?
Enn er Geir að syngja "Ekki benda á mig". Hann segir, að bankarnir beri ábyrgð á því að hafa orðið svona stórir. Það er rétt! Það er líka það eina. Stjórnvöld bera ábyrgð á því að bankarnir fengu að vera með mest allt sitt skráð á Íslandi. Það er stóri "glæpurinn". Þegar bankarnir uxu efnahag Íslands yfir höfuð hefðu þeir þyrft að flytja starfsemi sín til útlanda. Að minnsta kosti að hluta. En að álasa bönkunum fyrir stærð bankanna ber vott um fávisku, sem Geir hefur ekki til að bera. Græðgin rekur kapítalistana áfram. Þeim er slétt sama um allt nema gróða og aftur gróða. Hlutverk stjórnenda fyrirtækja í kapítalisku hagkerfi er að tryggja hagsmuni eigenda sinna; að græða! Að skamma kapítalistana fyrir að hafa byggt upp of stór fyrirtæki(?) og græða er á líka skynsamlegt og að skamma kött fyrir að veiða mús!
Kreppan getur dýpkað | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Gott hjá þér Auðun. Og nákvæmlega- Geir verður auðvitað seint sakaður um fávisku!
"Enginn frýr þér vits, en mjök eru grunaður um....."
En oft er nú kattargarmurinn ávítaður fyrir að vera svona vondur við litlu sætu músina.
Árni Gunnarsson, 13.1.2009 kl. 15:46
"Geir verður auðvitað seint sakaður um fávisku." Örlar eitthvað á kaldhæðni í þessum orðum? Og oft er hundtík skömmuð fyrir að gelta á helv... kettina!
Auðun Gíslason, 14.1.2009 kl. 10:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.