22.1.2009 | 15:02
Fáranleg beiting ofbeldis!
Ég skil ekki hvert þessir sem að þessu standa þykjast stefna. Þó mótmælendur geti látið "ófriðlega" með því að berja bumbur og öðru slagverki, þeyti lúðra o.s.frv., þá er beiting ofbeldis gersamlega óþörf. Og að hóta lögreglumönnum ónæði og jafnvel ofbeldi á heimilum þeirra tekur út yfir allan þjófabálk. Slíkur barnaskapur og annar, einsog að kast saur og hlandi að lögreglunni, er ólíðandi. Grjótkast og flugeldakast að lögreglumönnum er hreinn óþarfi og barnaskapur. Látum ekki mótmæli okkar ekki beinast að lögreglumönnum eða húseignum þjóðarinnar. Og berum virðingu fyrir lífi og heilsu okkar allra. Og að þessu tilefni: Virðum friðhelgi einkalífs lögreglumanna!
Skemmum nú ekki þessa ágætu lýðræðislegu mótmælahreyfingu okkar fólksins með óþörfum ofbeldisverkum! Mótmælum fyrir nýtt Ísland!
Nafnbirtingin grafalvarlegt mál | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:10 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.