Mannréttindi barna á krepputímum.

Efnahagslegar aðstæður leysa ríki ekki undan skyldum sínum.  Mannréttindayfirlýsingu Sameinuðu þjóðanna ber að virða.  Vegna þess ástands, sem afglapar í stjórnmálum og viðskiptalífi hafa skapað í samfélaginu,  tel ég rétt, barnanna vegna, að minna á þessar greinar Mannréttindayfirlýsingarinnar.


25. grein

1.Hver maður á kröfu til lífskjara, sem nauðsynleg eru til verndar heilsu og vellíðan hans sjálfs og fjölskyldu hans. Telst þar til matur, klæðnaður, húsnæði, læknishjálp og nauðsynleg félagshjálp, svo og réttindi til öryggis gegn atvinnuleysi, veikindum, örorku, fyrirvinnumissi, elli eða öðrum áföllum, sem skorti valda og hann getur ekki við gert.

2.Mæðrum og börnum ber sérstök vernd og aðstoð. Öll börn, skilgetin sem óskilgetin, skulu njóta sömu félagsverndar.

26. grein

1.Hver maður á rétt til menntunar. Skal hún veitt ókeypis, að minnsta kosti barnafræðsla og undirstöðumenntun. Börn skulu vera skólaskyld. Iðnaðar- og verknám skal öllum standa til boða og æðri menntun vera öllum jafnfrjáls, þeim er hæfileika hafa til að njóta hennar.

2.Menntun skal beina í þá átt að þroska persónuleika einstaklinganna og innræta þeim virðingu fyrir mannréttindum og mannhelgi. Hún skal miða að því að efla skilning, umburðarlyndi og vináttu meðal allra þjóða, kynþátta og trúarflokka og að efla starf Sameinuðu þjóðanna í þágu friðarins.

3.Foreldrar skulu fremur öðrum ráða, hverrar menntunar börn þeirra skuli njóta.

27. grein

1.Hverjum manni ber réttur til þess að taka frjálsan þátt í menningarlífi þjóðfélagsins, njóta lista, eiga þátt í framförum á sviði vísinda og verða aðnjótandi þeirra gæða, er af þeim leiðir.

2.Hver maður skal njóta lögverndar þeirra hagsmuna, í andlegum og efnalegum skilningi, er leiðir af vísindaverki, ritverki eða listaverki, sem hann er höfundur að, hverju nafni sem nefnist.

28. grein

Hverjum manni ber réttur til þess þjóðfélags- og milliþjóðaskipulags, er virði og framkvæmi að fullu mannréttindi þau, sem í yfirlýsingu þessari eru upp talin.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Haraldur Davíðsson

Ætli þau hafi ekki gleymst aðeins..börnin...

Haraldur Davíðsson, 26.1.2009 kl. 01:26

2 Smámynd: Hlédís

Takk fyrir pistilinn, Skarfur!

Hér eru pottar heldur betur brotnir.

Hlédís, 26.1.2009 kl. 09:17

3 Smámynd: Auðun Gíslason

Við verðum svo sannarlega að verja börnin.  Það er að vísu grein, þar sem sagt er að miða við efnahag þjóðar, en mér sýnist vera til nóg fé hér í allskyns verkefni, sem mega missa sig.  Dæmi:  Hernaðarbrölt Utanríkisráðuneytisins.

Auðun Gíslason, 26.1.2009 kl. 11:24

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

"Við þurfum að spara og draga saman útgjöld í öllum ráðueytum........Þetta er bara alltaf spurning um forgang" sagði Ingibjörg utanríkisráðherra og skipaði Kristínu vinkonu sína nýjan sendiherra til að koma reglu á vinnu einhvers hóps atvinnulausra sendiherra.

Árni Gunnarsson, 26.1.2009 kl. 12:25

5 Smámynd: Auðun Gíslason

Já, Árni. Og ekki má gleyma þessum 2,5 milljörðum sem stolið er af lífeyrisþegum til að geta leikið sér með í óþarfa, einsog gagnslaus sendirráð á hinum ólíklegustu stöðum í heiminum.

Auðun Gíslason, 26.1.2009 kl. 15:37

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband