26.1.2009 | 22:12
Forsetinn er ógnun við lýðræðið, skv. innmúruðum innstu koppum Sjálfstæðisflokksins!
SJÁLFGRÆÐISFLOKKURINN, STJÓRNARMYNDUNARUMBOÐIÐ OG FORSETINN.
Nú eru sjálfgræðismenn farnir að atast í forsetanum enn á ný. Á sínum tíma héldu þeir því fram að forsetinn gæti ekki skotið málum til þjóðarinnar. Neitunarvald forsetans og málskot var viðurkennt í öllu skólakerfinu og fræðimenn voru fram að þessu sammála um þennan rétt forsetans. Enda getur víst orðalag ekki orðið skýrara en stjórnarskráin um þennan rétt forsetans. En sjálfgræðisflokkurinn hélt öðru fram og kenndi í stjórnmálaskóla flokksins. Og þess vegna hlýtur það að vera rétt.
Svo gerist það rétt fyrir síðustu kosningar, að þingmaður flokksins, Ásta möller, skrifar grein, þar sem hún heldur því fram, að forsetinn sé ógnun við lýðræðið í landinu. Þarna mun Ásta hafa endurómað og afhjúpað umræður, sem áttu sér stað í innstu hringjum flokksins og á skrifstofu ritstjóra Morgunblaðsins. Ástæðan var sú hætta að sjálfstæðisflokkurinn missti stjórnarmyndunarumboð sitt, ef stjórnin missti meirihluta sinn á þingi. Þá skapaðist, sem sagt, sú hætta að flokkurinn yrði að skila umboðinu til forseta og hann gæti þá veitt hverjum sem verða vildi af flokkunum stjórnarmyndunarumboðið. Þannig yrði forsetinn ógnun við lýðræðið, skv. innstu koppum í búri sjálfgræðisflokksins. Með því að fela öðrum en formanni flokksins umboð til stjórnarmyndunar. Sjálfgræðisflokkurinn, að minnsta kosti innstu koppar, líta svo á að forsætisráðuneytið eigi að vera í þeirra höndum og engra annara. Allt annað ógni tilveru þjóðarinnar og lýðræðinu í landinu! Þetta hefur komið berlega fram í dag og í gær. Það er alveg af og frá, að flokkurinn láti forsætisráðuneytið af hendi. Þrátt fyrir að Geir H Haarde hafi hreinlega flækst fyrir með verkstjórn sinni. Fyrirtækin og heimilin í landinu sjá þess engin merki, að björgunaraðgerðir þeim til handa séu komnar í framkvæmd eða séu á döfinni. Samt telja sjálfgræðismenn af og frá að láta af forsæti í ríkisstjórninni. Þeirra er stóllinn. Allt annað er ógnun við lýðræðið.
Nú eru gammarnir farnir að atast í forsetanum eina ferðina enn. Og það vegna þess að hann benti á þá augljósu staðreynd að vald forsætisráðherra, sem sagt hefur af sér fyrir sig og ráðuneyti sitt, er takmarkaðaðra en annars, þrátt fyrir að stjórnin sitji sem starfstjórn. Við það flyst þingrofsrétturinn frá forsætisráðherra til forsetans, og sitjandi forsætisráðherra hefur einnig misst stjórnarmyndunarumboð sitt til foretans til ráðstöfunnar til annarra flokka eða formanna þeirra.Þetta er einkennileg staða. Sjálfgræðisflokkurinn telur sig eiga forsætisráðuneytið. Ef forsetinn veitir einhverjum öðrum umboð til stjórnarmyndunar, þá er það ógnun við lýðræðið.Og forsætisráðherra starfsstjórnar hefur rétt til að rjúfa þing, bjóði honum svo við að horfa. Þrátt fyrir fyrrgreinda takmörkun.
Annað sem gammarnir eru vitlausir yfir er að forsetinn gerði sig sekan um að tjá skoðanir sínar um hvað þyrfti að gerast í landinu til þess að sátt næðist með þjóðinni og ráðamönnum hennar. Samt er þetta öllum ljóst jafnt almenningi, sem forsetanum. Öllum nema gömmunum í sjálfstæðisflokknum..Sáttmáli samfélagsins hefur verið rofinn. Friðurinn rofinn. Og lögin. Og þeir sem rufu samfélagssáttmálann voru innstu koppar sjálfgræðisflokksins og gulldrengirnir þeirra.
Þennan sáttmála þarf að endurnýja, gera nýjan. Forsetinn gerði sig sekan um að benda á þessa augljósu staðreynd. Þess vegna eru gammarnir brjálaðir.
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 22:25 | Facebook
Athugasemdir
Mér fannst Óli Grís bara ágætur í dag og heilmikið krútt.
Ólafur Þórðarson, 26.1.2009 kl. 22:24
Já, Óli grís svínvirkar á Bessastöðum! Hvað er þetta með þig og Dorit, og krúttið? Alveg er þetta agalegt!
Auðun Gíslason, 26.1.2009 kl. 22:27
Óli nefnir það sem brýnast er að gera og almenningur jafnt sem alþingismenn hefur verið að tala um - og maður sér þennan Baldur (sjálfstæðismann?!!) Þórhallsson lyftast upp í sætinu - og byrja oftúlkanir og útúrsnúning á stundinni. Nú verður ekki friður í "heitum umræðum" moggaabloggs fyrir þeim sömu sem búnir eru að tuða um Hörð Torfason í viku! Ég á engan hatt, annars myndi ég éta hann ef þessi spá rætist ekki ;)
Hlédís, 26.1.2009 kl. 22:54
Já, nú þarf maður æðruleysi...
Auðun Gíslason, 26.1.2009 kl. 23:02
Best að láta sjálfstæðismenn um að grafa sína eigin gröf með því að sýna hvað þeir eru miklir kjánar. Ólafur rokkar feitt. Starfsstjórnin fær væntanlega svigrúm EF hún hlustar á fólkið og stofnar til stjórnlagabreytinga, efnir til kosninga o.s.fr.v.
Við vitum hvað þau þurfa að gera. Nú er að VEITA AÐHALD.
Rúnar Þór Þórarinsson, 27.1.2009 kl. 13:40
Aðhald er orðið!
Hlédís, 27.1.2009 kl. 14:08
Aðhald og gegnsæi, þau yvö orð sem sjálftökuflokksfólk hræðist mest af öllu.....
....en enn einu sinni sanna flokkarnir sjálfir að tími þeirra er liðinn...
Haraldur Davíðsson, 27.1.2009 kl. 14:11
Flokkarnir þurfa að breytast innan frá og forystumenn þeirra munu verja "sitt". Stjórnmála elítan verður að vera undir stækkunarglerinu, einsog fluga, fyljast verður með hverjum hennar andardrætti!
Auðun Gíslason, 27.1.2009 kl. 14:55
Og takk fyrir frábæra færslu Auðun!
Veistu, að þessi yfirgangur Sjálfstæðisflokksins er alveg viðbjóðslegur. Vekur með manni ofbeldistilhneigingu að sjá að til séu svona andskotans fífl enn eftir hrunið - Fólk sem ekki skammast sín og hefur hvergi auðmýkt til að biðjast afsökunar! Reynir að koma sekt yfir á saklaust fólk.
En að biðjast afsökunar á sínum þætti þegar hrunið var orðið staðreynd, var það fyrsta sem forsetinn gerði. Hann kom fram og meðgekk að hafa lagt of hart að sér við að kynna fjármálafyrirtækin erlendis, forsjá hafi ekki fylgt kappi. Hann hefði betur verið meiri allaballi þá mánuði, en að maðurinn hafi átt sök á hlutunum... þvílík vitleysa!
Rúnar Þór Þórarinsson, 28.1.2009 kl. 02:34
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.