3.2.2009 | 00:18
Steingrímur og Jóhanna í góðum gír!
Gamlar og góðar hugmyndir um jöfnuð hafa verið dregnar fram! Frjálshyggjusöfnuðurinn er duglegur að tjá sig gegn þessum hugmyndum Steingríms. Áður hélt þessi sami söfnuður því fram að Steingrímur og Vg hefðu engar tillögur fram að færa! Ef maður sagði: Nú? Þá var röksemdarfærslan þessi: Það segja það allir! Nú grætur söfnuðurinn liðna tíð. Og svo á að reka Guð! Alþjóðleg fjármálamiðstöð, hvað? Það var æðsti draumur safnaðarins og Guðsins!
Þetta er gaman! Svo ég noti orð barnsins á heimilinu.
Í öllum siðuðum þjóðfélögum hér í kringum okkur er þessi hugmyndafræði, sem Steingrímur dregur nú fram, notuð við skattlagning. Þetta eru þau þjóðfélög sem hafa "plummað" sig best gegnum tíðina. Það sem meira er: þau hafa sloppið betur undan Frjálshyggjusöfnuðum heimsins en við, sem vorum ofurseld frjálshyggjutrúnni í tvo áratugi. Með þessum líka afleiðingunum! Það er vonandi að frjálshyggjutrúin nái aldrei aftur tökum á íslensku samfélagi aftur. Og vonandi að þjóðin nái vopnum sínum undir leiðsögn Jóhönnu og Steingríms J. og þeirra flokka (reyndar þarf SF að hreinsa rækilega til í sinum ranni: Burt með Blair-ismann).
En það er von að Frjálshyggjusöfnuðurinn sé hnípinn og óttasleginn: Því nú á að koma á réttlæti og jöfnuði. Og reka Guð!
Lengi lifi socialisminn! Lengi lifi hjartfólgnir leiðtogar alþýðunnar! Steingrímur og Jóhanna!
P.s. Einföldum sálum til huggunar: Þegar talað er um Guð hér í færslunni er auðvitað átt við Guð Frjálshyggjusafnaðarins, Davíð Oddsson! Það er ekki átt við Guð almáttugan! Hann er eilífur og verður ekki rekinn! Do er hvorki eilífur né almáttugur!
Vill dreifa skattbyrðinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 00:22 | Facebook
Athugasemdir
Ég hef nú búið í nokkur ár í landi þar sem þetta kerfi er notað í skattamálum (BNA) og ég get með sanni sagt að af fenginni reynslu er þetta kerfi ekki bara ólýðræðislegt heldur ömurlega ósanngjarnt. Við hjónin erum að fara yfir skattaskýrluna og þar sem ég vann umm 10 yfirvinnutímum of mikið á seinasta ári þá skuldum við um 1000 dollara í skatt í stað þess að fá um 1500 dollara endurgreitt. Bara af því að ég fór yfir eitt þrepið og hækkaði þar rækilega í prósentum.
Mætti líka benda á að flest ríkin hérna í BNA eru í alvarlegum fjárhagsvandræðum vegna þess að þau eru svo háð skatttekjum frá ríkasta fólkinu. Er öðru við að búast þegar 1% skattbærra manna (þeir laaaang tekjuhæstu) borga 50% af sköttunum? Er öðru við að búast þegar 5% skattbærra manna (þeir tekjuhæstu) borga 90% allra skatta á sama tíma og 40% skattbærra manna fá meira frá ríkistjórninni heldur en þeir borga í skatt, ef þeir þá borga nokkuð í skatt til að byrja með? Bil sem á víst að breikka þar sem Obama hefur boðað skattahækkanir á þá tekjuhæstu og skattalækkanir á þá tekjuminni.
Ekki gleyma því að það er þeir tekjuhærri sem hafa efni á því að halda einhverjum í vinnu, stofna ný fyrirtæki, fjárfesta í frumkvöðlastarfsemi og nú á að skattleggja þá sérstaklega fyrir það eitt að vegna vel
Kristján Jóhannsson (IP-tala skráð) 3.2.2009 kl. 04:41
Sammála þig Guðrún. Vomum bara að Jóhanna og Steingrímur vera áfram eftir kosninga. verum að biðja fyrir því
Guð/Jesús blessi Ísland
Gunnlaugur Halldór Halldórsson, 3.2.2009 kl. 08:00
ææææ Auðun held að eg væri ekki að skrifa hjá þig en held að ég væri að skrifa athugasemd hjá Guðúnu Sæ
en Guð/Jesús blessi þig
Gunnlaugur Halldór Halldórsson, 3.2.2009 kl. 08:07
Gulli, vinur minn! Þér er velkomið að skrifa hér hvenær sem er ! Þú ert alltaf velkominn!
Auðun Gíslason, 3.2.2009 kl. 20:41
Talandi um siðuð ríki, Kristján, í mínum augum á sú skilgreining ekki við um BNA!
Auðun Gíslason, 3.2.2009 kl. 20:43
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.