3.2.2009 | 14:21
Af hvaða fjöllum kemur Blöndal?
Veit Halldór Blöndal ekki að Seðlabankinn er rúinn trausti, bæði innan lands og utan? Til að reyna að endurvekja traust landsins í útlöndum þarf að reka gervalla yfirstjórn bankans. Það er hlegið að Davíð og mönnum þykir ótrúlegt að hann hafi yfirhöfuð verið gerður að Seðlabankastjóra. Reyndar er nokkuð síðan menn fóru að hlægja að Davíð í útlöndum. Ég tel mig vita hvenær sá hlátur hófst. Horfði á það í beinni útsendingu á Sky-fréttastöðinni! Þá var Davíð forsætisráðherra!
Áfram með Seðlabankann. Það þarf að losna við þessa ótrúlegu heimsku og vankunnáttu í yfirstjórn bankans. Mennirnir úr afdalnum, Davíð og Halldór t.d., eiga halda sig í sínum andllega afdal! Og skemmta sér og sínum með drykkjuskap og kviðlingum!
Yfirlýsingar jaðra við einelti | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
Allt rétt sem þú skrifar. Það er hlegið að þessum gömlu hrokafullu Sjálfstæðismönnum út um allan heim ! aumkunarverður stjórnmálaflokkur það.
Stefán (IP-tala skráð) 3.2.2009 kl. 14:55
Sammála þessu. Og sammála því líka að þeir svarabræður eigi nú að snúa sér að því sem þeir kunna best og gera skárst.
Árni Gunnarsson, 5.2.2009 kl. 17:31
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.