Bjarni Harðar og Davíð Oddsson.

Bjarni Harðar sendir út skilaboð um að hann hafi verið ódrukkinn þegar hann skrifaði færslu sína um Davíð Oddsson, og hitalaus!  Mér er nú alveg slétt sama um það.  Hann virðist þeirrar skoðunar að lagt hafi verið fram frumvarp um DO, ófullur og hitalaus.  Það finnst mér merkilegt!  Ég hélt nefnilega í fávisku minni, að lagt hefði verið fram frumvarp um Seðlabankann!  Hvað varðar DO er ljóst burtséð frá téðu frumvarpi að DO verður að víkja úr bankanum! Ástæðurnar eru svo ljósar að ekki þarf að ræða þær neitt frekar!  Bjarni má bera blak af DO, og allur söfnuður Nýfrjálshyggjukirkjunnar.  Þó ástæður þeirra fyrir því séu mér alveg huldar.  Hversvegna DO er mönnum svona kær er mér gersamlega hulin ráðgáta!

Þingmenn Nýfrjálshyggjukirkjunnar nötra og skjálfa.  Það er að mínu viti vegna þess að þeir óttast DO og hugsanlega endurkomu hans stjórnmálin!  Það er þeim skelfileg tilhugsun, að þegar Flokkur þeirra er að ná saman hinu hundtrygga fylgi sínu 25-30%, þá megi búast við að DO verði kominn á kreik, jafnvel í forystuna, fyrir væntanlegar kosningar.  Bæði er, að þeir þekkja þá áþján og það ófrelsi sem fylgir því að starfa undir forystu DO, og svo annað, að aðeins 2-3% þjóðarinnar vill sjá DO aftur í stjórnmálum.

Ég veit svo ekki við hverja er átt þegar talað er um hatur og heift stjórnmálamanna útí DO.  Alkunna er vinátta Jóhönnu og DO.  Steingrímur var vinveittur DO á sínum tíma og var það gagnkvæmt að ég held.  Í síðustu kosningabaráttu DO mátti sjá að þeir felldu hugi saman, pólitískt a.m.k reyndar svo mikinn að sumum blöskraði!  Kannski Bjarni og Davíð séu á leið saman í framboð utan flokka en Bjarna vegna vona ég ekki.

Ég vil svo lýsa því yfir samúð minni með öllum í Nýfrjálshyggjusöfnuðinum!

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ef svona óaldarflokkur hefði starfað í afskekktu plássi á landsbyggðinni fyrir svona 50 árum hefði hann verið eltur með hótunum og barsmíðum. Og þeim hefði verið sagt á afar skiljanlegu máli að ef þeir voguðu sér út úr húsi væri vissara fyrir þá að gera það að næturþeli og að "fara þá fjöruleiðina!"

Árni Gunnarsson, 6.2.2009 kl. 16:42

2 Smámynd: Auðun Gíslason

Já, kannski verður endirinn sá að "skríllinn" brettir upp ermarnar...

Auðun Gíslason, 6.2.2009 kl. 20:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband