Birgir Ármannsson játar ábyrgð Sjálfstæðisflokksins á efnahagshruninu!

Birgir Ármannsson sagði, í karpi sínu við Jón Bjarnason á Alþingi, að laga/bæta þyrfti lagaumhverfi fjármálafyrirtækja til að sagan endurtaki sig ekki.

Það er þannig, að það lagaumhverfi, sem fjármálafyirtæki hafa haft til að leika háskaleiki sína með efnahag þjóðarinnar, er á ábyrgð Sjálfstæðisflokksins.  Lagasetningar, sem byggðu á hugmyndafræði nýfrjálshyggjunnar, sem einnig er grundvöllur stefnu Sjálfstæðisflokksins, voru samþykktar af þingmönnum Framsóknarflokksins, Sjálfstæðisflokksins og Samfylkingarinnar.  Undir forystu Sjálfstæðisflokksins í krafti fjölda þingmanna sinna.

Nú hefur sem sagt BÁ játað ábyrgð sina og flokks síns á hruni efnahagskerfisins!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband