Merkilegt?

Hægrimenn nokkrir hafa furðað sig á ummælum Katrínar J. um mögulegar launalækkanir ríkisstarfsmanna og líklegar skattahækkanir.  Fyrir nokkrum vikum voru laun félaga ASÍ "lækkuð" á þann veg að umsömdum launahækkunum var frestað.  Þá heyrðist ekki mikið um vonda ríkisstjórn, heldur virtist að sumir teldu þetta bera vott um nokkurskonar þegnskap og ábyrga hegðun. 

 Vegið var að öryrkjum og ellilífeyrisþegum um áramótin, þannig að hækkun bóta var ekki í samræmi við hækkun vísitölu.  Þetta hefur verið árvisst undanfarin ár undir dyggri stjórn Árna Matt. á ríkiskassanum (sennlega þykir honum vænna um dýrin en lífeyrisþega).

Skattar á laun hafa verið hækkuð ár eftir ár á valdatíma Sjálfstæðisflokksins með því að persónuafsláttur hefur ekki fylgt hækkun vísitölu.  Þetta hefur hitt láglaunafólk verst.

Bjarni Ben, hinn nýji formaður stóra flokksins, sagði á föstudagskvöldi, að ekki væri hægt að afsegja skattahækkanir.  Þrem sólarhringum síðar sagði hann, að skattahækkanir kæmu ekki til greina.  

Skattaprósentulækkanir undanfarinna ára hafa fyrst og fremst komið hátekjufólki til góða, meðan láglaunafólkið hefur fengið að axla byrðina með sífelldri rýrnun persónuafsláttar.  Og það er einmitt í samræmi við skattastefnu Sjálfstæðisflokksins.  Enn þegar talað er um nær óhjákvæmilega hækkun á sköttum á þá efnameiri, þá verður allt vitlaust! 

Ef það getur þá orðið vitlausara!  Fari það í fúlan...

 


mbl.is Kjaraskerðing þegar hafin
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband