4.5.2009 | 15:47
Óþol Sjálfstæðismanna gagnvart stjórnarmyndunarviðræðum.
Margir eru orðnir ansi óþolinmóðir vegna þess tíma, sem Jóhanna og Steingrímur taka í stjórnarmyndunina. Sjálfstæðismennirnir BB og Jón Magg. hafa báðir bloggað um málið og pirringurinn leynir sér ekki. En geta menn ekki leyft þeim að taka að minnsta kosti svipaðan tíma og það tók Sjálfstæðisflokkinn að typta Framsókn og Samfylkingu til í ríkisstjórn eftir sínu höfði? Styst var það 12 dagar!
Nú þegar tími Sjálfstæðisflokksins er liðinn ættu flokksmenn hans aðeins að lækka í sér frekjurostann og sýna auðmýkt gagnvart því fólki, sem þjóðin hefur valið til að hreina upp eftir þá skítinn!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:50 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.