Traustið? Hvernig verður það endurvakið í þessu andrúmslofti? Eða á að rjúfa friðinn fyrir fullt og fast?

Ég er alveg orðinn gáttaður, og var þó ærið fyrir!  Hvernig í ósköpunum á að vera hægt að endurvekja traust í þessu þjóðfélagi?  Andrúmsloftið er þannig að ef eitthvað traust var eftir, eða eitthvað að koma aftur, hefur það gersamlega gufað upp þessa síðustu daga.

Stjórnvöld vilja ekkert gefa upp um stöðuna.  Hér hefur viðgengist þannig stefna í ráðningamálum hins opinbera að allt gengur hér á lúsarhraða vegna getuleysis.  Starfsmenn Seðlabankans geta ekki skammlaust sett saman skýrslu um stöðu heimilanna. Mikilvægum upplýsingum er einfaldlega sleppt.  Hvort sem þær gleymdust eða bara áttu ekki að vera með.  Þetta eru svona smámyndir af ástandinu.  Allt í tómi fokki!

Bankarnir eru í sama spillingarfeninu og áður.  Lán Sigurjón er talið löglegt með því að sveigja lög um lífeyrissjóði þannig að enginn vissi að þau væru yfirleitt til með þessum möguleikum.  Lögfræðingar ljúga beint upp opið geðið á okkur fyrir hönd auðmannanna/afbrotamannanna af nákvæmlega sömu ósvífni og áður.  Lögfræðingar vilja helst að ekkert verði rannsakað.  Finnst það gersamlega óþarfi.  Vilja bara "biness as usual."  Sama siðleysið og áður með lögleysum skýlt af ósvífnum álitsgerðum lögfræðinga, sem unnar eru á kostnað skattborgaranna að ósk enn ósvífnari stjórnmálamanna og flokka og viðskiptasvikahrappa!

Rannsóknarnefnd Alþingis er gersamlega rúin traust, nema að Sigríður Ben. ein nýtur trausts hins almenna borgara.  Páll Hreinsson rak, áður enn Flokkurinn skipaði hann í hæstarétt (trausti rúinn), einskonar álitsgerðafabrikku fyrir Sjálfstæðisflokksins, meðreiðarsveina og hagsmunaklíkur Flokksins.  Hann framleiddi álitsgerð til að valdhafarnir (trausti rúnir) gætu einkavinavætt sparisjóðakerfið.  Páll framleiddi álitsgerð fyrir Davíð Oddsson svo hann gæti svikið þjóðina um að greiða atkvæði um fjölmiðlafrumvarpið eftir að forsetinn hafði vísað þeim til þjóðarinnar, einsog stjórnarskráin gerir ráð fyrir.  Þingmenn Sjálfstæðisflokksins notuðu þetta sama álit til að rýra gildi stjórnarskrárinnar og níða!  Páll Hreinsson og Tryggvi Gunnarsson eiga alla sína framgöngu innan kerfisins, þessa trausti rúna kerfis, Sjálfstæðisflokknum og gerspilltum foringjum hans að þakka.  Án þeirra væru þeir ekki í þeim stöðum sem þeir eru nú.  Þetta eru svona smámyndir af ástandinu!  Allt í tómu fokki!

Eva Joly og Sigríður Ben. njóta trausts almúgans.  Lítilsigldir embættismenn og enn lítilsigldari lögfræðingar sjá sér þann vænstan kost að níða þær niður.  Og eftir því sem níðið er magnaðra njóta Eva og Sigríður meira trausts almúgans.  Almenningur vonar að þær með veru sinni og vinnu muni koma því í kring að spillingarhaugurinn verði rakinn í sundur.  Og eftir því sem Sigurður G. hamast meir því meir vex sú von.  Því það verður æ ljósara, að hann er hagsmunagæslumaður spillingaraflanna, hvort heldur er í viðskiptum, embættismannakerfinu eða stjórnmálum.  Valtýr Týndi syngur svo mjóróma með, og Páll álitsgjafi Sjálfstæðisflokksins og einkavæðingarmafíunnar reynir að líta út sem traustsins verður formaður Rannsóknarnefndarinnar og býður Sigríði að hætt í nefndinni af sjálfsdáðum.  Sér er nú hver orma- og snákagryfjan!

Hvernig í ósköpunum á að vera hægt að endurvekja traust og frið í þjóðfélaginu í þessu andrúmslofti?  Og hvað er verið hleypa svona liði uppá dekk.  Sigurði G., Valtýri Týnda, Páli og fleirum slíkum pelum.

Eða er markmið þeirra að spilla svo friðnum í íslensku þjóðfélagi að til stórátaka komi.  Friðurinn er nánast úti, og takist þessu liði að hindra að hér verði rannsakað, sakfellt og dæmt verður friðurinn úti.

Almenningur treystir Evu Joly, þessi sami almenningur hefur skömm á Sigurði G. og þeirri siðspillingu sem hann hefur kosið sér að vera málssvari fyrir.  Og almenningur fyrirlítur sjálftökuliðið sem hann hefur tekið að sér að vera fulltrúi fyrir.  Burt með ykkur Sigurður G,  Sigurjón,  Valtýr og allt það lið sem þið standið fyrir!  Burt!  Og burt með ykkar spillingu, lífshætti og siðleysi!  Helvítis fokking fokk!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Árni Gunnarsson

Einhver gæti sagt að hér væri fátt ofsagt en margt ósagt og þannig lít ég á þennan pistil þinn. þó mætti kannski svona í restina bæta við mjög hefðbundnu ávarpi:

Takið hinni postullegu kveðju!

En það er auðvitað sannast mála að á öllum þeim póstum sem koma að svokallaðri rannsókn og leit á saknæmu athæfi í tengslum við bankahrunið eru sendimenn grunaðra í lykilhlutverkum. Og nú er það spurning hvort þjóðin lætur bjóða sér þessi vinnubrögð endalaust eða hreinlega tekur völdin í sínar hendur.

Til Sigríðar Benediktsdóttur þekki ég ekkert. Það segir mér þó góða sögu um hana að þessir varðhundar skuli setja hana á bekk með Evu Joly.

Árni Gunnarsson, 15.6.2009 kl. 22:57

2 Smámynd: Auðun Gíslason

Takk fyrir, Árni minn!  Hér á bæ er alveg að sjóða uppúr, eins gott að fara rói!

Auðun Gíslason, 15.6.2009 kl. 23:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband