18.6.2009 | 16:19
Bjarni Benendiktsson, Flokkurinn og þjóðin.
Bjarni Ben. lætur hafa eftir sér á visir.is, að þjóðin fái ekki að eiga síðasta orðið um ESB. Ekki rétt segir Jóhanna. En Sjálfstæðisflokkurinn og formaður hans hlýtur að fagna, því Flokkurinn hefur aldrei viljað að þjóðin hefði síðasta orðið um eitt eða neitt.
Seinast var það, þegar forseti lýðveldisins hafði vísað fjölmiðlafrumvarpinu til þjóðarinnar. Þá skrifaði Páll Hreinsson, núverandi formaður Rannsóknarnefndar Alþingis, vottorð (lögfræðilega álitsgerð) fyrir Davíð Oddsson, sem oftar, um að Flokkurinn þyrfti ekki að taka mark á stjórnarskránni. Þjóðin fékk því ekki að eiga síðasta orðið um fjölmiðlafrmvarpið.
Þjóðin fékk ekki heldur að eiga síðasta orðið, þegar Davíð Oddsson og Halldór Ásgrímsson melduðu okkur í stríð gegn Írak. Bara þeir tveir.
Þjóðin fékk ekki heldur að eiga síðasta orðið, þegar Davíð Oddsson og Jón Baldvin melduðu okkur í EES. Það þótti of flókið fyrir þjóðina að setja sig inní málið! Ó, heimska þjóð!
Þjóðin fékk ekki heldur að eiga síðasta orðið, þegar Sjálfstæðisflokkurinn, Framsóknarflokkurinn og meirihluti Alþýðuflokkinn munstruðu þjóðina í hernaðarbandalagið NATÓ.
Formaður Sjálfstæðisflokksins ætti því að gleðjast, heldur en hitt, yfir þeirri hugsun sinni, að þjóðin fái ekki að eiga síðasta orðið um ESB. Sem er að vísu rangt hjá honum, en engu að síður.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur nefnilega aldrei haft áhuga á því, að þjóðin eigi orðið, hvað þá síðasta orðið! Bara Sjálfstæðisflokkurinn og forystumenn hans!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.