Kostnaðurinn af kreppu auðvaldsins lendir á þjóðinni!

Hér sjáum við afleiðingarnar af hruni kapítalismans.  Fyrirtækin í einkaeign!  Einkarekstur getur betur!  Gróðinn rennur í vasa "eigendanna".  Tapið lendir á þjóðinni, þegar græðgin hefur siglt öllu á kaf í kreppu.  Þessi græðgi, sem fylgjendur frjálshyggjunnar sögðu vera svo góða.  Er þá, eftir allt saman, eftirfarandi fullyrðing rétt:  Einkaeign á (framleiðslu)fyrirtækjunum er glæpur!
mbl.is 130 þúsund á fjölskyldu
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Einar Ólafsson

Ætli þetta sé ekki kjarni málsins. Það þarf stöðugt að tipla á tánum í kringum eigendur fyrirtækja og fjármagns, alltaf þarf að gæta hófs í að skattlegja fjármagnstekjur og gróðann, annars vofir sífellt yfir hótunin um að fyrirtækin og fjármagnið flytji úr landi. Það er ekki alveg jafneinfalt fyrir öryrkja, gamalmenni og fjölskyldufólk á lágum launum að flytja úr landi, og þó að sumir geri það, þá þykir takmörkuð eftirsjá að þeim.

Einar Ólafsson, 19.6.2009 kl. 22:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband