20.6.2009 | 18:50
Báknið burt???
Einn af hátekjumönnunum á launaskrá ríksins var mikill baráttumaður fyrir því, sem hann kallaði "Báknið burt." Þá var þessi ríkisstarfsmaður í stjórnarandstöðu fyrir Sjálfgræðisflokkinn. Þingmaður og ráðherra var hann og svo forstjóri Landsvirkjunar.
Nú rís uppá lappirnar annar Sjálfstæðismaður á launaskrá ríkisins og segir að ekki sé rétti tíminn til að setja á stofn nýjar stofnanir. Og að þær eigi það til að þenjast út með tímanum.
En þetta segja þeir nú alltaf í stjórnarandstöðu. Og hvað gerist svo, þegar þeir komast í stjórn. Þá þenst starfsemi ríkisins út sem aldrei fyrr. Og það er einmitt á tímum délistans í ríkisstjórn, sem ríkisstofnanir eiga helst til að þenjast út. Sjálfstæðisflokkurinn er jú stór. Og hann þarf að koma meðlimum sínum, vinum þeirra og ættingjum í vinnu einhversstaðar! Sama hvort þeir eru hæfir eða vanhæfir eða óhæfir...
Merkilega mikið af Sjálfstæðismönnum á launaskrá ríkisins, og það er ekki bara vegna þess að hann sé svona stór! Og svo segjast þeir vera svo mikið á móti miklum umsvifum hins opinbera. Spyrjið hugmyndafræðing Flokksins, Hannes Hólmstein Gissurarson. Hann er mikið á móti umsvifum ríksins og vill einkavæða allt. Og hann er einmitt ríkisstarfsmaður og hefur verið alla sína starfsævi!
Og hvert fara þingmenn Sjálfstæðisflokksins í vinnu, þegar þeir missa þingsætið eða hætta í pólitík? Jú, í vinnu hjá ríkinu. Spyrjið Friðrik Sófussons og Sigurð Kára Kristjánsson og ....
Báknið Burt? Á móti ríkisumsvifum? Ég held ekki!
Ekki tími nýrra stofnanna | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 18:59 | Facebook
Athugasemdir
Það sem ég undrast mest er hvers vegna kýs stór hluti þjóðarinnar flokka eins og Sjálfstæðisflokk og Framsóknarflokk, eftir allt sem á undan er gengið? Hvað hugsaði fólkið sem verðlaunaði t.d. Sjálfstæðisflokkinn með atkvæði sínu í kosningunum? Já ég ætla sko að kjósa Sjálfstæðisflokkinn af því hann hefur staðið sig svo vel. Er hey í hausnum á fjórðungi þjóðarinnar? Hvernig getur sómasamt og heiðarlegt fólk stutt svona spilltan flokk eins og sjálfstæðisflokinn? Þetta er algjörlega með ævintýralegum ólíkindum.
Valsól (IP-tala skráð) 21.6.2009 kl. 00:11
Það eru sjálfsagt margvíslegar skýringar á því, af hverju fólk kýs Sjálfstæðisflokkinn!
Auðun Gíslason, 22.6.2009 kl. 22:12
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.