20.6.2009 | 19:16
Að standa við orð sín.
Ríkisstjórnarflokkarnir hafa haft mörg orð um, að ekki verði skert lífskjör þeirra sem minnst mega sín í þjóðfélaginu. Láglaunamenn, aldraðir og öryrkjar verði ekki fyrir barðinu á aðgerðum ríkisstjórnarinnar.
Á föstudaginn kom svo annað í ljós. Þá var boðuð skerðing á kjörum aldraðra og öryrkja. Ofaná á þær skerðingar sem komu til framkvæmda um áramótin. Þá fengu lífeyrisþegar ekki hækkun í samræmi við hækkun vísitölu, einsog lög gera ráð fyrir. Ofaná skerðingar vegna lækkunar greiðslna frá lífeyrissjóðum. Og ofaná skerðingar sem fólust í hækkun lyfja- og lækniskostnaðar.
Ríkisstjórnarflokkarnir hafa því ekki staðið við orð sín. Það stendur því uppá þá að draga til baka þessar skerðingar, sem kunngerðar voru á föstudaginn!
En kannski hefði bara verið jafn slæmt að kjósa Sjálfstæðisflokkinn???
Staðan skýrist í næstu viku | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 19:25 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.