Merkileg athugasemd Miðbæjaríhaldsins við "Mesta viðbjóð mannkynssögunnar."

 

"31.8.2007 | 15:53

Mesti viðbjóður mannkynssögunar

Sagnfræðingar almennt telja að nazistar hafi staðið fyrir drápi á um 6 milljónum Gyðinga. Vitað er að nazistar hafi látið drepa hátt í hálfa milljón sígauna. Nazistar drápu í stórum stíl einkum Pólverja, Hvít-Rússa, Úkraínumenn og Rússa.

Pólverjum fækkaði um þrjár milljónir í stríðinu og sameiginlega talan fyrir sovésku þjóðirnar þrjár var um 20 milljónir. Einnig drápu nazistar fjölda fólks á Balkanskaga og hundruð þúsunda Þjóðverja sem þeir komu fyrir kattarnef af því að þeim féll ekki alls kostar við þá."

Tek mér það bessaleyfi að birta hér færslu af   nilli.blog.is   vegna einkar athyglisverðrar athugasemdar við hana.  Þar er notað orð, sem ég hélt að væri bannað að nota hér á blogginu.  Í það minnsta hafa verið gerðar athugasemdir við það í öðrum tilvikum.  Og svo er hér athyglisverð söguskoðun, sem ég hélt að væri óþekkt hér á landi.  En greinilegt að miðbæjaríhaldið kemst upp með ýmislegt, sem aðrir geta ekki leyft sér!!!

Og hér fyrir neðan er svo þessi athugasemd í allri  sinni dýrð:

3

"Helvíti hafa þessir örfáu hermenn, verið fljótvirkir.

Trúir þú þessu virkilega Nilli minn??

Hvað með Taugaveikina sem geisaði í Þessum heimshluta?  Voru Júðarnir (leturstækkun mín AG)(sorry nota orðfæri Sálmaskáldsins, á meðan það er mér ekki bannað með lögum) ónæmir fyrir þeim sjúkdómi og bitu lýsnar þá ekki í fletum?  Flærnar ekki heldur?.

Nei minn kæri, þó svo að ég viti að þjóðeverjarnir séu skipulagðir og framlegð vinnu óvíða meiri, tel ég af og frá, að ætla þeim svona framleiðni í drápum.

Annars er ekkert óhugsanlegt.

Lifi Vestfirðir

Miðbæjaríhaldið

með efahyggjuna eina að vopni."

Bjarni Kjartansson, 31.8.2007 kl. 16:15


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Páll Jónsson

Smekklegt... Einhver sem hefur lesið of mikið af David Irving.

Það er hins vegar svolítið vafasamt að taka heildarmannfall sovéskra þjóða í baráttu við Nasista og sverta þá með því, mannfall hermanna í styrjöld hefur hingað til ekki verið talið til morða.

Þeir myrtu nú nóg af saklausum borgurum, að telja óvinahermenn með er nú bara overkill!

Páll Jónsson, 25.6.2009 kl. 19:06

2 Smámynd: Auðun Gíslason

Já, er það?  Þú hefur skondnar hugmyndir um lífið og tilveruna.  Vissir þú, að við Íslendingar misstum hlutfallslega fleirri menn í seinni heimsstyrjöldinni en Bandaríkjamenn.  En kannski er það ekki samanburðarhæft, þar sem flest allir Bandaríkjamenn sem féllu voru hermenn og teljast þannig ekki með, sbr. hvernig þú metur mannfallið Sovét þjóðanna í föðurlandsstríðinu mikla!

Auðun Gíslason, 25.6.2009 kl. 21:00

3 Smámynd: Páll Jónsson

Ég held að við séum ekki alveg á sömu blaðsíðu. Þegar talað er um mannfall í seinni heimstyrjöldinni þá bera sovétmenn höfuð og herðar yfir aðra. Tölurnar eru hræðilegar. Ólýsanlegar. En mannfall í styrjöldum er fyrir sögubækurnar, ekki fyrir þætti á National Geographic þar sem rætt er um mestu fjöldamorðingja sögunnar.

En ekki biðja mig um að verja Nasista hérna.

Páll Jónsson, 26.6.2009 kl. 00:41

4 Smámynd: Auðun Gíslason

Langt síðan ég hef séð NG og enn lengra síðan ég hef lesið sögubækur!  Nei, ég var nú allsekki að biðja þig um slíkt og ég vona að þú gerir það ekki annarsstaðar heldur!

Auðun Gíslason, 26.6.2009 kl. 13:25

5 Smámynd: Auðun Gíslason

Varðandi Bjarna Miðbæjaríhald og Irving!  Ég kynnstist Bjarna þegar hann var þetta 15-16 ára og þá var hann á þessari skoðun og er augljóslega enn!  Veit svo sem ekki hvort hann hafði heyrt um Irving þá.

Auðun Gíslason, 26.6.2009 kl. 13:28

6 Smámynd: Páll Jónsson

Alltaf vandræðalegt þegar auðtrúa fólk kokgleypir við einhverri vitleysu og fyrirlítur svo aðra sem eru of "þröngsýnir" til að höndla þann mikla sannleika.

Helfararafneitendur, hómópatar, 9/11 truthers og þeir sem trúa ekki á loftslagsbreytingar af mannavöldum sitja þar allir í sama hatti. 

Páll Jónsson, 26.6.2009 kl. 20:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband