25.6.2009 | 17:41
Ánægjuleg frétt!
Þá hafa þeir aldeilis hlaupið á sig Páll Hreinsson og Tryggvi, þegar þeir "buðu" Sigríði að segja af sér af sjálfsdáðum. Það átti sem sagt að hlaupa eftir kjánalegum klögum Jónasar Fr., að óathuguðu máli si svona. Hvað segir það um hugarfar Páls og Tryggva? Var þar um einhverskonar tilraun til nápots (nepotism) að ræða? Spyr sá sem ekki veit!
Sigríður ekki vanhæf | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:44 | Facebook
Athugasemdir
Það má náttúrulega ekki gleyma að við erum búin að vera að ræða þetta mál á grundvelli orðróms undanfarið. Við vitum ekki hvað er búið að fara á milli nefndarmanna nema í stórum dráttum í besta falli.
Páll Jónsson, 25.6.2009 kl. 18:21
Það er deginum ljósara að þeir vildu helst koma henni burt til að vernda Jónas Fr. vin sinn
Finnur Bárðarson, 25.6.2009 kl. 18:23
Rétt Finnur! Og það er ekki orðrómur! Í hvaða félagi ert þú, Páll?
Auðun Gíslason, 25.6.2009 kl. 20:55
Tja, ég er verðandi lögfræðingur. Það sem kom mér í hug voru allir lögfræðingar á Íslandi að slá lófa í höfuðið á sér vegna þess að nefndarmaður sagði svona nokkuð. Ég er fullkomlega sammála því að þetta var ekki vanhæfisástæða en andskotinn hvað ég hefði verið skammaður hefði ég látið svona skoðanir í ljós í einu nefndinni sem ég hef setið í.
Það verður að passa sig gríðarlega vel þegar maður er valinn í svona störf... Það er vissulega útskýring að hún hefur aldrei gert neitt þessu líkt og þekkir ekki inn á þetta en þetta var samt mjög erfitt upp á að horfa.
Páll Jónsson, 26.6.2009 kl. 00:53
Þetta vanhæfi er nú svolítið furðulegt og undarlega með farið stundum, svona í augum ekki lögfræðinga! Ég var nú að velta fyrir mér um daginn hæfi eða vanhæfi Páls Hreinssonar, sem produceraði lögfræðiálit fyrir Sjálfstæðismenn í belg og biðu. Enn skrýtnara fyrirbrigði þessi lögfræðiálit svokölluðu. Virðast helst felast í því að draga fram lagabalka sem ýmist styðja mál eða ekki, en gleyma öðrum! Svona eftir því hver málstaður þess er sem fer fram á álitið! Eru lögfræðiálit ómarktækt bull? Ekki er þau þó öll hlutlæg heldur oftar hlutdræg?
Auðun Gíslason, 26.6.2009 kl. 13:35
Hmm, Ég hef greinilega verið búinn að fá mér öl þegar ég skrifaði þetta, hef vitaskuld ekki setið í neinni nefnd heldur bara verið léttadrengur fyrir eina. Furðulegt komment... Innri egóistinn kannski að brjótast út?
En hvað um það, ég get ekki svarað fyrir öll lögfræðiálit en það hlýtur að fara meira eftir þeim sem biður um álitið heldur en lögfræðingnum hvernig það mun lúkka... ef hann er beðinn um að styðja skoðun sem álitsbeiðandinn er með þá verður gert eins lítið úr mínusunum og hægt er en ef hann er beðinn um að athuga hvort að skoðunin er raunverulega sterk lögfræðilega þá væntanlega gerir hann það.
Páll Jónsson, 26.6.2009 kl. 20:16
Hvað heitir hann, Ingi Vilhjálmson (Vilhjálmssonar, lögfr.)? Hann ku hafa skrifað grein í DV í dag um, að maður ætti að taka orð lögfræðinga með fyrirvara! Ingi á föður og tvo bræður, sem allir eru lögfræðingar. Sjálfur Heimspekingur og sagnfræðingur.
Öl er böl!
Auðun Gíslason, 27.6.2009 kl. 00:24
Heh, öl getur vissulega verið það en gleðigjafi líka.
En ég get a.m.k. sæst á það að við eigum að taka orð lögfræðinga með a.m.k. jafnmiklum fyrirvara og orð annarra. En þeim hefur verið kennt að láta allt sem þeir láta frá sér hljóma afskaplega skynsamlega svo máske er ástæða til að taka það með sérstökum fyrirvara.
Páll Jónsson, 27.6.2009 kl. 03:19
Blogg er btw sérstaklega skemmtilegt hvað þetta varðar, maður getur skoðað eftir á hvað maður skrifaði undir áhrifum. Og yfirleitt er það ýkt, kjánalegt eða bæði. En maður kynnist sjálfum sér a.m.k. aðeins.
Páll Jónsson, 27.6.2009 kl. 03:22
Achso! Öl er innri maður? Nei, hinn innri maður lætur sig hverfa útum gluggann, þegar sest er að ölteiti!
Auðun Gíslason, 27.6.2009 kl. 13:15
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.