Sú skömm mun hvíla á þingmönnum um aldur og ævi!

Eru þetta breiðustu bökin?  Heimilin þar sem endar ná aldrei saman, heimili flestra aldraðra og öryrkja, eiga nú að taka á sig nær 4 milljarða kjaraskerðingu, skv. frumvarpinu.  Ekki er það nú í samræmi við orð formanna ríkisstjórnarflokkanna um að verja eigi kjör hinna tekjulægstu í þjóðfélaginu!  Þetta er enda í hróplegu ósamræmi við svokallaðan stöðugleikasáttmála.  Þar er hinum lægst launuðu á vinnumarkaði tryggð launahækkun á árinu.  En lífeyrisþegar ó, ekki nei!  Ofan á aðrar skerðingar fá þeir nú þessa í kjölfar einskonar sáttmála, sem á að tryggja frið og stöðugleika í þjóðfélaginu.  En tryggir skerðing á lífskjörum hinna tekjulægstu frið og stöðugleika?

Sú skömm mun hvíla á þingmönnum um aldur og ævi samþykki þeir ákvæðin um skerðingu lífskjara hinna verst stöddu í þjóðfélaginu!

Það var rétt að kalla þetta ekki þjóðarsátt, því um þetta mun aldrei ríkja nein þjóðarsátt!


mbl.is Mótmæla lágtekjusköttum
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Auðun Gíslason

Réttum upp fingurinn!  Kominn tími til!

Auðun Gíslason, 26.6.2009 kl. 15:09

2 Smámynd: Auðun Gíslason

Þöggunin???

Auðun Gíslason, 26.6.2009 kl. 15:26

3 Smámynd: Auðun Gíslason

Og löggan á blogginu???

Auðun Gíslason, 26.6.2009 kl. 15:26

4 Smámynd: Hlédís

Eigi veit eg gjörla um ykkur tvo og löggæsluna, en hitt er víst að ég er kjaftstopp gagnavart allri hringavitleysunni.  - Traust á núverandi stjórnvöldum fer hratt þverrandi.

Hlédís, 26.6.2009 kl. 18:20

5 Smámynd: Árni Gunnarsson

Það tók örfá ár og nokkra tugi stórþjófa að tortíma þeirri hagsæld sem okkar kynslóð skapaði með fyrirhyggju og þrældómi. Við eigum að borga fyrir þjófana og eigum ekki annara kosta völ.

Við höfum engan verkfallsrétt.

Árni Gunnarsson, 26.6.2009 kl. 23:46

6 Smámynd: Auðun Gíslason

"Kamarinn brennur."  Var viðkvæðið hjá einum höfundi heimsbókmenntanna,  Sven Hazzel!  Kannski væri rétt að kveikja í kofanum og lát'ann brenna til kaldra kola?  Stöðugleikasáttmáli hvað?  Kjaftstopp, já.  Nú er maður sko búinn að fá alveg uppí kok af þessu bulli!  Er ekki best að koma sér í burt meðan flogið er frá þessari þrælaeyju?

Auðun Gíslason, 27.6.2009 kl. 00:18

7 Smámynd: Auðun Gíslason

Já, ætli megi ekki dæma mann fyrir landráð?  Fyrir það eitt að hugsa upphátt um óskir sínar og vonir!  Hvað þá heldur, að óska sér þess að vonir manns rætist svona einu sinni í lífinu!  Að maður tali nú ekki um að hefjast handa!  Þetta er svona einsog að dæma mann fyrir íkveikju vegna þess að hann tók upp kveikja!

Auðun Gíslason, 27.6.2009 kl. 18:18

8 Smámynd: Auðun Gíslason

...Kveikjara!  Átti það að vera.  Manni er svo heitt í hamsi að pikkið fer útum víðan völl!  Svona einsog að reyna að hringja úr takkasíma illa timbraður eftir langt og gott tralllala!

Auðun Gíslason, 27.6.2009 kl. 18:20

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband