29.6.2009 | 13:10
AGS: Velferðarkerfið verður skorið niður!
Hér fengum við rétt smérþefinn af því sem koma skal að boði Alþjóðagjaldeyrissjóðsins! Lífeyristryggingakerfið verður skorið niður við trog og verður hvorki fugl né fiskur eftir. Að boði AGS. Heilbrigðiskerfið verður einkavætt. Að boði AGS. Skólakerfið verður skorið niður og einkavætt að hluta. Að boði AGS. Orkufyrirtækin verða einkavædd. Að boði AGS.
Þjóðin verður látin borga fyrir afglöp auðvaldsins. Og stjórnvöld munu bukta sig og beygja. Allt tal um að þjóðfélagið færist aðeins aftur um 2-3 ár er bull. Væri ekki nær að telja að lífskjör almennings muni færast á svipað stig og var hér á 4. áratugnum. Að boði AGS. Og stjórnvöld beygja sig!
Frelsi og helsi! Frelsi fyrir auðvaldið! Helsi fyrir þjóðina! Að boði AGS!
Erfitt en óumflýjanlegt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 13:15 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.