Eftiráviska Davíðs Oddssonar¨! Veruleikafirrtur og í afneitun!

 

Skjöl, gögn og fundargerðir? Eða "eftiráviska" Davíðs í refskák Sjálfstæðisflokksins?

Hvar voru möppurnar með þessum skjölum, þegar Geir, Davíð og Árni voru að semja um Icesave í október? 

Hversvegna stoppaði Seðlabankinn Landsbankann ekki af með því að hækka bindiskylduna í stað þessa að afnema hana?

Hvar voru þessar möppur 3.október 2008, þegar Davíð sagði, að auðvitað væri innistæður í íslenska bankakerfinu tryggðar?

Eða 11.10. 2008, þegar Árni Matt sagði, að mikilvægast væri að lausn væri fundin?

Hvar voru möppurnar þegar flokksráðs- og formannafundurinn var haldinn 11.10.2008?  Vissu menn ekkert í sinn haus á þeim fundi?  Lykilmenn flokksins!

22.10. 2008  Var það þann dag, sem Geir hringdi í ofboði til Hollands til að tilkynna, að íslenskir ráðamenn ætluðu ekki að standa við orð sín og undirskriftir?  Sama dag og hann las bréf hans Davíðs?  Það hefur þá verið meira bréfið!  Má ekki birta þetta bréf?

Hvað um samkomulagið frá 16.11.2008 við Evrópusambandið?

Það er nú alveg greinilegt að Davíð ferst ýmislegt betur en að búa til flóknar sögufléttur í seinni tíð.  Er honum eitthvað farið að förlast?

Ég held ég verði að taka undir með visi.is.  Davíð ætti að snúa sér að garðrækt!  Tæpast er það þjóðinni til heilla að fyrrverandi forsætisráðherra geysist nú fram með svona uppsuður!


mbl.is Ósvífin og ódýr afgreiðsla
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Gunnlaugur Halldór Halldórsson

Gunnlaugur Halldór Halldórsson, 5.7.2009 kl. 20:51

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband