"Við læðumst hægt um laut og gil..." The Big Sell-Out of Iceland!

Hann talar mjúklega!  Og upplýsir, að fyrirtækið Arctic Finance hafi sent 30 aðilum upplýsingar um HS Orku.  Að Arctic Finance hafi hluti OR og Hafnarfjarðarbæjar í HS Orku til einskonar sölumeðferðar.  Og þá spyr maður sig:  Er verið að selja hæstbjóðandi orkuauðlindir landsins?  Stjórn OR og bæjarstjórn Hafnarfjarðarbæjar hljóta því að hafa gefið AF umboð til þess!  Hér er sem sagt verið að kasta hagsmunum eigenda OR og Bæjarsjóðs Hafnarfjarðar í hendurnar á gróðapungum!

Ross Beaty er sjálfsagt hinn besti maður, en eina markmið hlutafélags einsog Magma Energy Corp. er að hámarka arðinn af hlutafé eigendanna,  Magma Energy Corp. er ekki líknarfélag.  Og heldur ekki félag sem er rekið áfram af hugsjónum, eða með hag neytenda í huga!  Sama á við um Geysir Green Energy.

Orkuframleiðslu- og veitufyrirtæki hafa lengst af, og af mestu leyti, verið rekin á samfélagslegum grunni.  Hér virðist eiga að verða breyting á.  Nú á að færa þennan rekstur í hendurnar á  einkahlutfélögum.  Hvað þýðir það fyrir kaupendur á orku hér?  Margfaldast verð rafmagns-, heitavatns- og neysluvatns?  Það er ekki ólíklegt miðað við reynslu annarra þjóða af því að koma þessum auðlindum í eigu alþjóðkapítalismans, hins blinda gróðaafls!

Annars vísa ég á síðu Láru Hönnu hér á blogginu.  www.larahanna.blog.is 

Hér er svo frétt af stofnun Arctic Finance.  Takið eftir hvaðan þessir menn koma, jú úr Landsbankanum.  Og hafa möndlað mörg af stærstu fyrirtækjaviðskiptum á landinu undanfarin ár:

 

Viðskipti | mbl.is | 24.11.2008 | 14:48

Nýtt ráðgjafarfyrirtæki

Bjarni Þórður Bjarnason, fyrrverandi forstöðumaður fyrirtækjaráðgjafar Landsbanka Íslands, hefur ásamt sex öðrum sett á fót fyrirtækið Arctica Finance. Framkvæmdastjóri félagsins, og einn stofnendanna, er Stefán Þór Bjarnason, sem starfaði einnig hjá Landsbankanum.

Aðrir stofnendur og starfsmenn hins nýja fyrirtækis eru Ólafur Finsen, Baldur Stefánsson, Aðalsteinn Jónsson, Jón Þór Sigurvinsson og Gunnar Jóhannesson.

Samkvæmt upplýsingum frá Bjarna Þórði mun Arctic Finance byggja þjónustu sína á því að veita fagfjárfestum og öðrum fjársterkum aðilum ráðgjöf, svo sem við kaup og sölu fyrirtækja og eða rekstrareininga, fjármögnun, fjárhagslega endurskipulagningu og annað því tengt.

Ætlunin er að starfsemi Arctica Finance verði fyrst og fremst á Íslandi, en tengslanet starfsmanna fyrirtækisins teygir sig víða.

Starfsmenn Arctica Finance hafa komið að mörgum af stærstu viðskiptum sem átt hafa sér stað hér á landi á undanförnum árum.


mbl.is Magma ætlar sér ekki að verða ráðandi í HS Orku
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband