Ungur og efnilegur föðurlandsvinur!

 

  Hann á víst skoðanabræður hér á landi  þessi.  Lið stútfullt af þjóðrembu og tengdu rugli!

Breskur nýnasisti vildi endurvekja SS

Neil Lewington var mikill áhugamaður um fræga sprengjumenn á borð við Timothy McVeigh og naglasprengjumanninn David Copeland. MYND/PA

Atli Steinn Guðmundsson skrifar:

Neil Lewington er 43 gamall nýnasisti búsettur í Berkshire. Hann er atvinnulaus og tæmir úr allt að sextán stórum bjórkrúsum á dag. Reyndar býr Lewington heima hjá foreldrum sínum og stundar sprengjuframleiðslu í svefnherberginu sínu.

Nú hefur dómari fundið hann sekan um að ætla sér að setja líf annarra í hættu og undirbúa hryðjuverk. Það var hrein tilviljun að upp komst um Lewington en þá hafði lestarvörður tilkynnt um vafasama hegðun hans á brautarstöð í Suffolk. Hafði Lewington ausið fúkyrðum yfir vörðinn og skömmu síðar haft þvaglát á miðjum brautarpallinum.

Þegar hann var handtekinn kom í ljós að hann var með tvær rörasprengjur á sér og minnisbók sem innihélt, að mati hryðjuverkadeildar bresku lögreglunnar, ýmsan merkilegan fróðleik. Kom þar meðal annars fram að Lewington hataði Pakistana og ætlaði sér auk þess að endurvekja SS-sveitirnar þýsku. Ekki kom þó fram hvernig hann hugðist gera það.

Móðir hans, Margaret, bar vitni við réttarhöldin og sagði son sinn lifa í eigin heimi. Þá hefði hann ekki sagt stakt orð við föður sinn í áratug þótt þeir byggju á sama heimili. Dómur verður kveðinn upp yfir Lewington 8. september.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband