Var búsáhaldabyltingin fyrsta skrefið inní hið gerspillta EU?

Á árinu 1963 hófst umræðan um inngöngu Tyrklands innan EU.  Enn eru þeir ekki komnir inn.  Það er að sjálfsögð hárrétt að EU getur ekki bjargað Íslandi útúr þeim ógöngum sem við komum okkur í sjálf.  Og undirritaður vonar innilega að þessi þýski stjórnmálamaður eigi sem flesta skoðanabræður innan EU!

Ég hélt, að við Íslendingar værum búin að fá nóg af spillingu og græðgi fjármálamanna, embættismanna og stjórnmálamanna.  Og ef það er rétt hjá mér, þá höfum við ekkert að gera í EU.  Það væri einfaldlega að fara úr öskunni í eldinn.

EU var stofnað á grundvelli hugsjóna og þær réðu ferð framan af.  Þessar hugsjónir eru löngu gleymdar og rykfalla nú í risavöxnum skjalasöfnum EU!  Það sem ræður ferð nú, er sérgæska, spilling og græðgi!  Embættismannaveldi, sem hefur það eitt aðalmarkmið að viðhalda sjálfu sér og hinu þægilega lífi 30.000 vellaunaðra meðlima sinni!  Þetta er skilgreining eins af þingmönnum EU-þingsins.  Þessu embættismannaveldi er nær ómögulegt að hnika eða breyta, nema það vilji það sjálft.        Engin búsáhaldabylting getur komið því frá! 

Starfsmenn EU, sem voga sér að gagnrýna regluverkið, benda á spillingu og birta skjöl sem koma sér illa fyrir þetta veldi, eru reknir!  Sendiboðinn er skotinn!  Endurskoðendur EU hafa neitað að skrifa uppá reikninga EU ár eftir ár!  Sumir hafa verið reknir fyrir þær sakir einar!

Dæmdir menn (hvítflibbaglæpamenn) hafa verið settir yfir þá stofnun, OLAF, sem á að hafa eftirlit með og fletta ofan af svikum og tengdum afbrotum.  Þar á meðal fyrrum valdsmaður í Eistlandi, og meðlimur í Sovéska kommúnistaflokknum.

Það er ljótt, ef búsáhaldabyltingin verður talin fyrsta skrefið í göngu okkar inní EU.  En sagt hefur verið um það, að aldrei fyrr hafi jafn fáir prettað og svikið jafn marga!


mbl.is Andsnúnir inngöngu Íslands
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband