Hversvegna ekki var farið með Icesave fyrir Alþjóðdómstólinn.

  Færsla á heimasíðu Baldurs McQueen.  Í athugasemdum kemur fram að Íslendingar hafa aldrei viðurkennt Alþjóðadómstólinn, og þar með var ekki hægt að fara með málið fyrir hann.  Það skrifast þá væntanlega á fyrri ríkisstjórnir að hafa trassað það um árabil.  Hver var aftur dómsmálaráðherra í síðustu ríkisstjórn?  Og hverjir voru forsætisráðherrar síðustu tvo áratugi t.d.? 

"Á vefsíðu Alþjóðadómstólsins í Haag birtist eftirfarandi klausa, sem ég skil á þann veg að þjóðir sem viðurkenna "sjálfvirka" lögsögu dómstólsins, geti sótt mál á hendur annarra þjóða án samþykkis þeirra, svo fremi báðar hafi undirgengist nefnda viðurkenningu á lögsögu.

The States parties to the Statute of the Court may "at any time declare that they recognize as compulsory ipso facto and without special agreement, in relation to any other State accepting the same obligation, the jurisdiction of the Court" (Art 36, para. 2 of the Statute).
Each State which has recognized the compulsory jurisdiction of the Court has in principle the right to bring any one or more other State which has accepted the same obligation before the Court by filing an application instituting proceedings with the Court, and, conversely, it has undertaken to appear before the Court should proceedings be instituted against it by one or more such other States.
(Alþjóðadómstólinn í Haag - Declarations Recognizing the Jurisdiction of the Court as Compulsory)
Á vefsíðunni er listi yfir 66 lönd sem hafa þannig viðurkennt lögsögu dómstólsins, t.d. Holland, Bretland og öll Norðurlöndin, að Íslandi undanskyldu.

Nú spyr ég fróðari menn; ber mér að skilja þetta svo, að ástæða þess Íslendingar geta ekki þvingað Breta til Haag, sé að íslenska þjóðin hafi ekki fengist til að viðurkenna lögsögu dómstólsins samkvæmt ofangreindum ákvæðum?"

Höf.  Baldur McQueen.  http://www.baldurmcqueen.com/index.php/2009/Spurning-til-logfroora-Alþjooadomstoll.html


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband