27.7.2009 | 02:38
Steingrímur J.: Það má þá alveg skoða það!
Fjármálaráðherra: Við komumst betur út úr þessu en óttast var
Segir hann! En trúir hann því sjálfur? Ekki trúi ég því! Það kemst nefnilega fljótt uppí vana að beita lyginni hjá valdsmönnum! Steingrímur ekki undanskilinn!
Vélarnar eru í fullum gangi," er haft eftir Steingrími J. Sigfússyni fjármálaráðherra á vef breska blaðsins Telegraph. Telegraph segir raunar að hið sama eigi við um Steingrím J. Sigfússon sem hafi í síðustu viku komið á fót þremur nýjum bönkum í stað þeirra gömlu. Hagkerfið sé að komast í eðlilegt horf að nýju. Við munum komast betur út úr þessu en óttast var," er haft eftir Steingrími. Við finnum fyrir virkni í hagkerfinu og að mörgu leyti má þakka genginu það," bætir hann við.
Telegraph segir að gengi krónunnar hafi fallið um helming gagnvart evru frá því að bankarnir þrír hrundu í október á síðasta ári og íslenska hagkerfið með. Ekkert sé ódýrt á Íslandi en verðlagið sé þó viðráðanlegt. Kaffihúsin séu um þessar mundir full af ungmennum frá Evrópu sem geti notið næturlífsins. Á Íslandi megi nú finna vel stæða japanska ferðamenn, sem eitt sinn voru sjaldséðir. Þeir fari á matsölustað Sigga Hall eða í verslanir 66° Norður í Bankastræti, sem dæmi.
Telegraph segir að Efnahags- og framfarastofnunin (OECD) búist við því að samdráttur verði um 7% á Íslandi þetta árið. Það sé töluvert minni samdráttur en í Írlandi, þar sem hann verði 9,8%. Hagkerfið hér muni jafna sig hraðar en á Írlandi.
Telegraph gerir hins vegar ekki lítið úr vanda Íslendinga. Til dæmis hafi launþegar tekið á sig allt að 10% launalækkanir. Þá standi Íslendingar frammi fyrir 5% niðurskurði í heilbrigðis- og velferðarkerfinu, 7% niðurskurði í menntakerfinu og 10% niðurskurði annarsstaðar í opinberum rekstri.
Eigum við ekki að kætast þegar niðurstaðan er komin? Hvernig verður ástand velferðarkerfisins, skólakerfisins, heilbrigðiskerfisins o.s.frv., loks þegar Íslendingar eru lausir við AGS. Verður þá komið annað útlent frjálshyggjustjórnvald í landið, nefnilega EU, Evrópusambandsvaldið? Þá mætti segja, að við hefðum farið úr öskunni í eldinn.
Hér höfum við búið við glæpsamlega starfsemi auðvaldsins í mynd hinna fyrrverandi auðmanna. Gerspillta auðmenn, embættismenn og stjórnmálamenn! Í EU er ástandið hálfu verra. EU getum við ekki komið í burt með búsáhalda"byltingu". Við það losnum við ekki, förum við inn á annað borð!
Treystum ekki agentum Evrópusambandsins! Leitum okkur sjálf upplýsinga! Gott að byrja á að gúggla "eu corruption". Þar getum maður séð, hvernig glæpasamsteypan Evrópusambandið er í raun! Þar situr meðal annarra álíka dæmdur skjalafalsari (slapp frá fjársvikaákæru), fyrrum valdsmaður í kúgunarstjórn Rússa í Eistlandi, í einu af efstu embættum EU. Var um tímaq næstæðsti yfirmaður OLAF, stofnunar sem á að rannsaka svikastarfsemi í EU! Þessa dagana er verið að leita að 6,1 milljón Evra sem hurfu í Búlgaríu í boði embættismanna EU.
Það verður feitan gölt að flá fyrir íslenska fjármála"snillinga." Þessa sem rændu þjóðina!
Það er hægt að vera til eilífðar nóns að lesa um spillinguna í Evrópusambandinu. Svikin og tengslin við skipulagða glæpastarfsemi, m.a. mafíuna á Ítalíu og Frímúrararegluna!
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 17:19 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.