Huggun harmi gegn!

Ýmislegt merkilegt við þetta glæpasamband, Evrópusambandið.  Hvað eru Tyrkir búnir að bíða lengi!  Þeir sóttu um 1987.  Við höfum því talsverðan tíma til að berjast gegn inngöngunni.  Ég skora á alla að kynna sér spillinguna í ESB.  Víst er það oftast aðeins yfirborðið sem kemur fram á netinu, en þó ansi ýtarlegar upplýsingar um málin stundum.  Svo er vert að kynna sér það gervi-lýðræði sem ríkir í Sambandinu.  T.d. atkvæðagreiðslur í þessu sýndarmennskuþingi þeirra!

Carl Bildt er í miklum metum hjá Össuri Skarphéðinssyni þessa dagana.  Getur verið að Össur sé nú loks að átta sig á raunverulegum stjórnmálaskoðunum sínum, þ.e. að hann er ekki vinstri maður heldur hægrimaður. Enda náttúrulega Evrópusambandið, sem Össur langar svo að komast í, með afbrigðum hægrisinnað.  Kannski Össur ætti bara að skipta um ríkisfang.  T.d. gæti hann fengið sænskan ríkisborgararétt með forgangshraði hjá vinum sínum Svíum.  Kalli Bildt reddar því örugglega.  Þá væri Össur kominn í ESB.  Og forysta SF gæti fylgt á eftir.

En íslenska þjóðin fengi að vera í friði við leysa sín mál án þessa áróðurs um ágæti Frjálshyggjubandalagsins.  Stórríkisins Evrópu.

Össur og co. gætu jafnvel orðið flokksfélagar Carls Bildts.  Og hæfði þar kjaftur skel!


mbl.is Vilja ekki að Ísland fái forgang
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband