31.7.2009 | 22:59
Ykkur kemur "bankaránið" ekkert við! Þið þurfið að borga tjónið en samt: Ykkur kemur þetta ekkert við!
Yfirlýsing vegna umfjöllunar RÚV um lántakendur Kaupþings
Nýja Kaupþing og skilanefnd Kaupþings vekja athygli á að upplýsingar um lántakendur hjá
gamla Kaupþingi sem birtar voru á erlendri vefsíðu og fjallað var um í sjónvarpsfréttum RÚV
eru trúnaðarupplýsingar. Birting þeirra er í andstöðu við ákvæði um þagnarskyldu í lögum um
fjármálafyrirtæki.
Verið er rannsaka uppruna birtingarinnar. Nýja Kaupþing og skilanefnd Kaupþings ber skylda
til að halda trúnaði við viðskiptavini sína og koma í veg fyrir að óviðkomandi hafi aðgang að
viðskiptaupplýsingum þeirra. Því var ákveðið að fara fram á að upplýsingarnar yrðu
fjarlægðar af síðunni. Fjármálaeftirlitinu hefur þegar verið gert viðvart um málið.
!
Nýja Kaupþing og skilanefnd Kaupþings telja að upplýsingar um viðskiptavini Kaupþings
eigi ekki erindi til almennings og sé brot á þeirri vernd sem bankaleynd á að veita
viðskiptamönnum. Mikilvægt er að traust og trúnaður ríki milli fjármálastofnana og
viðskiptavina. Með birtingu slíkra upplýsinga er því sambandi ógnað.
(þetta eru nú ekki nein venjuleg viðskipti sem fóru fram rétt fyrir hrunið. Almenningur á að borga brúsann með auknum sköttum og niðurskurði á almannaþjónustu. Og skilnefndin segir , að okkur komi þetta ekki við! Er þetta gersamlega vanhæft siferðislega þetta lið í skilanefndinni?)
Í lögum um fjármálafyrirtæki segir um þagnarskyldu: athugasemd Skarfsins!
Stjórnarmenn fjármálafyrirtækis, framkvæmdastjórar, endurskoðendur, starfsmenn og hverjir
þeir sem taka að sér verk í þágu fyrirtækisins eru bundnir þagnarskyldu um allt það sem þeir
fá vitneskju um við framkvæmd starfa síns og varðar viðskipta- eða einkamálefni
viðskiptamanna þess, nema skylt sé að veita upplýsingar samkvæmt lögum. Þagnarskyldan
helst þótt látið sé af starfi.
Sá sem veitir viðtöku upplýsingum af því tagi sem um getur í 1. mgr. er bundinn þagnarskyldu
með sama hætti og þar greinir. Sá aðili sem veitir upplýsingar skal áminna viðtakanda um
þagnarskylduna.
Krafan hlýtur að vera, að skilanefndin í fyrsta lagi hætti rannsókninni og í öðru lagi skilanefndin finni sér aðra vinnu. Hvernig er það með FME, getur það ekki rekið svona fífl?
Sjá bréfaskrif skilanefndar Kaupthings: http://wikileaks.org/wiki/Icelandic_bank_Kaupthing_threat_to_WikiLeaks_over_confidential_large_exposure_report%2C_31_Jul_2009
"Ætla ekki að þvo óhreinatauið þeirra."
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 23:05 | Facebook
Athugasemdir
Mafíurnar eru í fullu fjöri að makka ábakvið tjöldin, okkur hinum er haldið úti eins og kindum á fjalli, svo verður okkur slátrað með haustinu....
Mission accomplished
DoctorE (IP-tala skráð) 31.7.2009 kl. 23:13
Rétt er það! Heyrðu mig nú! Hversvegna varðst þú fórnarlamb ritskoðunar-facistanna? Hver klagaði? Veistu það?
Á bekk við Austurvöll er skrifað: Hengjum okkur saman í sumar!
Auðun Gíslason, 1.8.2009 kl. 13:59
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.