EINKASKÓLI fjármagnaður af hinu opinbera? PILSFALDAKAPÍTALISMI!

Hverslags fjarstæða er þetta?  Ég vil þá líka fá að stofna verktakafyrirtæki í byggingariðnaði á kostnað hins opinbera!  Ríkið og sveitarfélagið borgi rekstrarkostnaðinn, en ég fái hagnaðinn!

Nákvæmlega þannig eru þessir svokölluðu einkaskólar hugsaðir og reknir!  Einkafyrirtæki kostað af hinu opinbera og "eigendurnir" stinga hagnaðinum í vasann!  Auk þess sem "eigendurnir" skammta sér há laun starfi þeir við fyrirtækið sjálfir!

Var einhver að tala um pilsfaldakapítalisma?


mbl.is Ógna einkaskólar ekki jöfnuðinum?
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Laxinn

Einkaskólar eru bara verktakar fyrir hið opinbera. Sé ekkert athugarvert við það. Laun kennara eru líka yfirleitt hærri í þannig skólum sem væntanlega kemur sér vel fyrir kennarastéttina og nemendurna sem fá betri kennara.

Laxinn, 1.8.2009 kl. 14:54

2 Smámynd: Jón Finnbogason

http://kristbjorn20.blog.is/blog/kristbjorn20/entry/923895/

Jón Finnbogason, 1.8.2009 kl. 16:55

3 identicon

Opinber fyrirtæki sem njóta ríkisstyrkja, og ekki síst þau sem veita grundvallarþjónustu eins og menntun, hlýtur að þurfa að reka samkvæmt kostnaðarformúlu en ekki hagnaðarformúlu. Þeir sem ekki sjá ástæðuna fyrir þeirri reglu ættu að endurskoða afstöðu sína til siðferðisgrundvallarins sem liggur að baki samtryggingakerfisins.

Hjörleifur Jónsson (IP-tala skráð) 2.8.2009 kl. 00:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband