Tíu stćrstu í ritskođunarmáli Kaupţings skulduđu meira en 1500 milljarđa! Hvađ ţarf marga verkakalla til ađ skrapa ţví saman á ár?

Vísir, 01. ágú. 2009 15:47

Tíu stćrstu skulduđu rúmlega 1500 milljarđa

mynd
Höfuđstöđvar Kaupţings á Íslandi. Mynd/Valli

Helga Arnardóttir skrifar:

Tíu stćrstu viđskiptavinir Kaupţings skulduđu bankanum rúmlega fimmtán hundruđ milljarđa króna samkvćmt lánayfirliti frá ţví í lok september í fyrra. Ţetta eru tćplega ţreföld fjárlög ríkissjóđs.

 

Ţetta kemur fram í 210 blađsíđna glćruyfirliti yfir stćrstu lántakendur Kaupţingssamstćđunnar sem lagt var fyrir stjórnarfund bankans rétt fyrir hrun í fyrra eđa ţann 25. september. Glćrurnar voru settar á heimasíđuna Wikileaks sem ćtlađ er ađ hýsa leka af ţessu tagi.

 

Í lánayfirlitinu eru félög tengd Bakkabrćđrum, Jóni Ásgeiri Jóhannessyni og Tchenguiz brćđrum međ stćrstu lánin. Tekiđ skal fram ađ lánin eru reiknuđ miđađ viđ núverandi gengi.

 

Félög tengd Bakkbrćđrum fengu rúmlega ţrjú hundruđ ţrjátíu og tvo milljarđa króna í lán frá Kaupţingi og fékk Exista hf tćplega helming ţeirrar upphćđar eđa rúmlega hundrađ og fjörutíu milljarđa. Í lánayfirlitinu kemur fram ađ stćrstur hluti lánanna sé ótryggđur.

 

Ţá fengu félög tengd Jóni Ásgeiri Jóhannessyni ţrjú hundruđ tuttugu og sex milljarđa í lán.

 

Tchenguiz brćđur fengu rúmlega tvö hundruđ áttatíu og sex milljarđa í lán frá Kaupţingi en Róbert Tchenguiz situr í stjórn Existu.

 

Ţá vekur athygli ađ Skúli Ţorvaldsson sem kenndur er viđ Hótel Holt er stćrsti lántakandi Kaupţings í Lúxemborg og fékk tćplega hundrađ fjörutíu og ţrjá milljarđa króna í lán.

 

Félög tengd Ólafi Ólafssyni svo sem Kjalar, Samskip og fleiri fengu tćplega hundrađ fjörutíu og tvo milljarđa í lán.

 

Ţá fengu félög tengd Kevin Stanford sem er viđskiptafélagi Baugs rúmlega hundrađ og ţrjá milljarđa.

 

Antonios Yerelemou sem er viđskiptafélagi Bakkabrćđra fékk sextíu og sex milljarđa.

 

Félög tengd Jákubi Jakobsen sem á međal annars Rúmfatalagerinn, Ilvu og fleiri fyrirtćki fengu tćplega fimmtíu og átta milljarđa

 

Félög tengd Jóni Helga Guđmundssyni eiganda Byko fengu rúmlega fjörutíu og sex milljarđa.

 

Ţá fékk Saxhóll rúma fjörutíu og tvo milljarđa í lán. Samtals eru ţetta rúmlega fimmtán hundruđ fjörutíu og fjórir milljarđar króna sem félögin fengu lánađ frá Kaupţingi. Ţađ jafngildir tćplega ţreföldum fjárlögum ríkissjóđs fyrir ţetta ár.

Auk annarra sem fengu stór lán hjá bankanum voru stođtćkjafyrirtćkiđ Össur, 39,5 milljarđa, Samvinnutrygginasjóđurinn, 30,2 milljarđa, félög tengd Björgólfsfeđgum, 22,7 milljarđa og félög tengd Ţorsteini M. Jónssyni, 13,2 milljarđa.

Hér ađ neđan má sjá samantekt fréttastofu upp úr skýrslunni, en ađ neđan má einnig nálgast skýrsluna í heild sinni.






« Síđasta fćrsla | Nćsta fćrsla »

Bćta viđ athugasemd

Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikiđ á Javascript til ađ hefja innskráningu.

Hafđu samband