GERUM "RUN" Á KAUPÞING Á ÞRIÐJUDAGSMORGUN! NEMA LÖGBANNINU VERÐI AFLÉTT UM HELGINA!

"RUN" Á KAUPÞING Á ÞRIÐJUDAGSMORGUN?

Ég mun taka peningana mína út og segja upp viðskiptum mínum við bankann!

Ég skora á alla að gera slíkt hið sama!

VERJUM TJÁNINGARFRELSIÐ, PRENTFRELSIÐ OG AÐGANG OKKAR AÐ UPPLÝSINGUM!

Nakið auðvaldið hefur gert atlögu að frelsinu í landinu!

REKIÐ SKILANEFNDINA NEMA HÚN AFTURKALLI LÖGBANNIР 

Yfirlýsing frá Kaupþingi

Yfirlýsing frá Kaupþingi

Nýja Kaupþing og skilanefnd Kaupþings hafa sent frá sér yfirlýsingu í kjölfar lögbannsins sem sett var á fréttaflutning RÚV af lánveitingum gamla Kaupþings.

Yfirlýsingin er svohljóðandi:

Sýslumaðurinn í Reykjavík samþykkti í dag beiðni Nýja Kaupþings og skilanefndar
Kaupþings um lögbann á RÚV vegna yfirvofandi birtingar á fréttum um lántakendur
Kaupþings. Lögbannið fékkst á þeim forsendum að um trúnaðarupplýsingar væri að ræða og birting þeirra væri í andstöðu við þagnarskylduákvæði laga um fjármálafyrirtæki.

Nýja Kaupþing og skilanefnd Kaupþings leggja áherslu á með þessum aðgerðum séu
bankarnir að bregðast við skyldum sínum til að tryggja trúnað við viðskiptavini sína og koma
í veg fyrir að óviðkomandi hafi aðgang að upplýsingum um viðskipti þeirra, sem auk þess
teljast viðkvæmar samkeppnisupplýsingar. Markmið aðgerða Nýja Kaupþings og skilanefndar Kaupþings er ekki að standa vörð um mögulegar misgjörðir í starfsemi bankans fyrir fall hans í október síðastliðnum eða leyna upplýsingum sem erindi eiga til almennings.

Mikil vinna hefur farið fram hjá bæði skilanefnd og Nýja Kaupþingi við gagnaöflun og
miðlun upplýsinga til rannsóknaraðila sem vinna að því að upplýsa um atvik í aðdraganda
bankahrunsins og orsakir þess. Nýja Kaupþing og skilanefnd Kaupþings munu áfram leggja sig fram um að liðsinna þessum aðilum. Þá munu bankarnir ekki leggjast gegn því að hlutaðeigandi aðilar birti opinberlega þær upplýsingar sem aflað hefur verið og þeir telji að eigi erindi til almennings.

Nýja Kaupþing og skilanefnd Kaupþings vilja taka fram að trúnaðarsamband banka og
viðskiptamanns er hornsteinn bankastarfsemi hvarvetna í heiminum. Birting nákvæmra
trúnaðarupplýsinga um viðskiptamenn Kaupþings felur í sér aðför að þessari grunnforsendu
bankastarfseminnar og varðar því ekki eingöngu starfsemi Kaupþings og Nýja Kaupþings,
heldur starfsemi banka á Íslandi almennt.

Af þessum sökum fóru Nýja Kaupþing og skilanefnd Kaupþings fram á lögbann við frekari
fréttaumfjöllun RÚV um málið og munu fylgja því eftir gagnvart öðrum fjölmiðlum ef tilefni
verður til. Nýja Kaupþing og skilanefnd Kaupþings hvetja aðra fjölmiðla til að virða
niðurstöðu sýslumanns og hætta tafarlaust fréttaflutningi sem byggist á þessum upplýsingum og fjarlægja efni sem þegar hefur verið birt.


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Andrés.si

Já, þá er alvöru stríð að byrja.  Ég er ánægur viðskiptamaður Kaupþings en þannig gera mér starfsólk í Kringluni. Hins vegar get ég ekki lengur þolað svínari sem gengur hér an þess að nokkuð refsing fylgir. 

Andrés.si, 2.8.2009 kl. 00:02

2 Smámynd: Auðun Gíslason

Heyr, heyr!

Auðun Gíslason, 2.8.2009 kl. 00:31

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband