Staðreynd um ástæðu lögbannsins! Bankastjórinn tjáði skoðun sína á frelsi fjölmiðla! Þöggum niðri þeim!

Á sínum tíma tjáði Finnur Sveinbjörnsson sig í Viðskiptablaðinu.  Kemur þar fram gleði hans vegna þess árangurs sem náðst hefði í að hefta tjáningarfrelsið með hjálp lögfræðinga!

Af Silfri Egils.

"Að siga lögfræðingum á fjölmiðla

Finnur Sveinbjörnsson, þá ráðgjafi stjórnvalda í efnahagsmálum, um íslenskt efnahagslíf og fjölmiðla, júlí 2008. Viðskiptablaðið:

“Finnur Sveinbjörnsson, fyrrverandi bankastjóri Icebank og ráðgjafi stjórnvalda í efnahagsmálum, segir að öfgakennd og móðursýkisleg umfjöllun um íslenskt efnahagslíf í erlendum fjölmiðlum sé á undanhaldi. Þar hafi samstillt átak skipt máli. Ágætlega hafi tekist að fræða og upplýsa áhrifaríka viðskiptafjölmiðla um íslenskan fjármálamarkað og efnahagslíf.

„Bankarnir sjálfir, Samtök fjármálafyrirtækja og Viðskiptaráð hafa lagt mikið á sig,” segir Finnur, „að ógleymdum forsætisráðherra og utanríkisráðherra sem hafa talað á ráðstefnum og við fjöldann allan af viðskiptafjölmiðlum. Þá hefur Richard Portes, prófessor við London Business School reynst betri en enginn. Einnig tel ég að Kaupþing hafi gert rétt þegar bankinn hóf að siga lögfræðingum á fjölmiðla sem fóru með fleipur um bankann.”"


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband