Nýlega voru sett lög um eignaupptökur í tengslum við fíkniefnamál. Þar skilst mér, að heimild hafi verið gefin fyrir upptöku eigna sem séu tilkomnar vegna illa fenginna tekna. Þarf ekki samskonar heimild í hinum stórfelldu fjárplógssvikamálum sem almenningur vonar að komist einhverntíma fyrir dómstóla?
Ég verð að játa það, og mér heyrist flestir vera sama sinnis, að ég hef ekki mikla trú á, að fjármálamógúlarnir verði nokkurntíma látnir sæta ábyrgð, eða að þeir verði látnir bæta þjóðinni tjónið, sem hlaust af framferði þeirra, með eignum sínum og leynisjóðum!
Frekar held ég, að þeir muni bara fá að halda sínu striki, "bisness as usual." Verði "hreinsaðir" af öllu saman og haldi eignum sínum ósnertum. Síðan þegar fer að fjúka í slóðina muni þeir halda áfram að gramsa undir sig allan auð samfélagsins, einsog endranær! Sem þeir reyndar virðast vera gera óáreittir í dag í rústunum af efnahagskerfinu!
Nokkrir með stöðu grunaðs hjá Sjóvá | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 11:37 | Facebook
Athugasemdir
Ef eignir Karls Wernerssonar yrðu teknar upp í skuld hans við þjóðina, þyrftu landsmenn ekki að blæða fyrir gambl hans með skilasjóð Sjóvár. Hann á ýmsar eignir upp í skuldina, t.d. Lyf og heilsu, Apótekarann, Skipholtsapótek, Flexor og fjölmargar gleraugnabúðir. Auk þess stundar hann hestarækt og seldi nýlega góða hesta á 50 milljónir stykkið til Sviss. Svo á hann jarðir fyrir austan. Svo hann er alveg borgunarmaður fyrir því tjóni, sem hann hefur valdið.
stebbi (IP-tala skráð) 15.8.2009 kl. 12:57
Ekki það að ég sé að vorkenna honum en miðað við misnstrið í þessum viðskiptum "auðmanna" er þetta allt fengið að láni og því lítil eiginleg eign í þessu.
Hvað átti Jón Ásgeir mikið í íbúðinni sinni í New York. Var hún ekki meira og minna öll fjármögnuð með lánum? Kæmi mér ekki á óvart þó eitthvað verulega mikið hvíldi á þessum "eignum" Karls Wernerssonar
Landfari, 15.8.2009 kl. 15:17
Auðvitað þarf að breyta lögunum, kannski ríkisstjórnin geti núa snúið sér að því fyrst henni virðist vera að takast að selja þjóðina í ánauð hjá Evrópubandalaginu með Breta og Hollendinga i forustu þrælahaldaranna
ÁFRAM ÍSLAND
NEI við ESB - NEI við Icesave
Styðjum Samtök Fullveldissinna
http://www.fullvalda.is
http://l-listinn.blog.is/blog/l-listinn/
Ísleifur Gíslason, 15.8.2009 kl. 20:27
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.