28.8.2009 | 20:05
Kjánaleg frétt af kjánalegum þingmönnum stjórnarandstöðunnar.
Í ljósi sögu síðustu ára, og ferils flokka sinna, væri ríkisbubbasonunum sæmst að þegja, eða biðja þjóðina afsökunar á stefnu flokka sinna. Icesave-málið er bein afleiðing þeirra stjórnarstefnu, og stjórnargerða, sem Sjálfstæðisflokkurinn og Framsókn fylgdu í ríkisstjórn. Sem sagt, Icesave-málið, svo og efnahagshrunið allt, er afleiðing af einkavinavæðingu atvinnulífsins og bankanna. Ríkisbankarnir voru afhentir vinum þessara flokka, ásamt fjölmörgum öðrum stofnunum. Nú súpum við seyðið af stjórnarstefnunni, sem Davíð og einkavinur hans og ráðgjafi, Hannes Hólmsteinn, mótuðu, og Framsókn samþykkti. Icesave-málið datt ekki af himnum ofan í febrúar. Í nóvember féllust ráðherrar Sjálfstæðisflokksins og aðalbankastjóri Seðlabankans á ábyrgð ríkissjóðs á Icesave. Aðdragandinn er svo allt sukkið og svínaríið sem frjálshyggja Davíðs og Hannesar sett af stað!
Ýmsir hlaupastrákar Sjálfstæðisflokksins og Framsóknar hér á blogginu ættu að hafa þetta í huga, en sleppa kjánaskapnum! Sbr. hneykslun þeirra á þeim viðtökum, sem Hannes fékk á Austurvelli í gær!
Eini lúserinn í kúrekamyndinni | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:06 | Facebook
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.