1.10.2009 | 20:44
Viðskiptaráð Íslands.
Við höfum ekkert að sækja til Viðskiptaráðs Íslands, enda standa flestir þeim svo mikið framar á flestum svið! Eða var það ekki einhvernvegin þannig sem þessir frjálshyggjupappírar orðuðu það sjálfir á sínum tíma?
Hélt kannski einhver hluti Íslendinga að það kostaði okkur ekki neitt að komast útúr hrunarústum frjálshyggjutilraunar Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs?
Skattastefnu stjórnvalda harðlega mótmælt | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 20:47 | Facebook
Athugasemdir
Ekki er ég nú hrifinn af Viðskiptaráði, þar sem margir fulltrúar útrásarhringjanna sitja, en varla er þú að reyna að réttlæta að tekjuskattur hækki í 50% ??
Ef svo er þá ertu ekki með réttu ráði !!!
En mátti svo sem ekki búast við þessu frá kommúnistaríkisstjórninni !!!!
Sigurður Sigurðsson, 1.10.2009 kl. 20:54
Hélstu að það kostaði þjóðina ekki neitt að rísa uppúr rústunum?
Auðun Gíslason, 1.10.2009 kl. 21:37
Þið þessir Republikana-bræður sjáið kommúnista í hverju horni, nú orðið! Meira að segja skoðanabræður ykkar í USA segja Obama kommúnista og Marxista! Hverjir eru kommúnistar í núverandi ríkisstjórn Íslands. Veistu, ég þekki Framsóknarmann sem heldur því fram fullum fetum að Sjálfstæðisflokkurinn sé kommúnistaflokkur, og stefna hans undanfarið sé hreinn og klár kommúnismi.
Auðun Gíslason, 1.10.2009 kl. 21:42
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.