2.10.2009 | 09:59
Hin alþekkta undirgefni...
...Morgunblaðsins við útlenda auðhringi brýtur hér af sér allar flóðgáttir. "Stórtækir auðlindaskattar" hljóðar fyrirsögnin og viðmælendurnir eru alkunnur hægrimaður og talsmaður atvinnurekenda, sem hafa búið hér í bómullarvöggu skattaparadísar auðmanna og fyrirtækja þeirra, og svo talsmaður einhvers víðfrægasta umhverfissóða sem alþjóðavæðingin og kapítalisminn hafa getið af sér.
Hin undirgefnu stjórnmálaöfl, sem Mogginn er málssvari fyrir, útbjuggu hér skattaparadís fyrir vini sína og umbjóðendur úr stétt auðmanna. Hinir undirgefnu sömdu við Alcan, og fleiri útlend stórfyrirtæki, um stórfellda skattaafslætti og útsöluverð á raforku, en gleymdu umhverfissköttunum. Það er reyndar einsog þeir þekki ekki nógu vel eigin hugmyndafræði, því það voru einmitt skoðanabræður þeirra sem uppdiktuðu umhverfisskatta á sínum tíma. Sérstaka skatta á orkunotkun og umhverfissóðaskap. Hinir undirgefnu lækkuðu líka skatta á hinum margfræga þennslutíma Kárahnjúkahamfaranna þvert ofaní alla hugmyndafræði, bæði sína eigin og annarra. Að maður tali nú ekki um hagfræðina. Að lækka skatta í þenslu hagkerfis er hugmynd sem er óþekkt sem hagfræðilegt stjórntæki annarsstaðar í heiminum. Undirgefnin var slík, að sagt var: Ef við lækkum ekki skattana fara bara fyrirtækin úr landi og auðmennirnir fara með fé sitt til útlanda. Og ef við lækkum ekki skattana og seljum ekki orkuna fyrir nánast ekki neitt kemur ekkert stórfyrirtæki til landsins.
Skattarnir voru lækkaðir og orkan auglýst á útsölu. Hvað skeði? Stóðu forstjórar erlendra auðhringa í biðröð einhversstaðar ólmir að koma til landsins. Nei, það upphófst allskyns barningur við að væla í forstjórunum að koma nú til landsins. Sveitarfélög og fyrirtæki steyptu sér í stórskuldir við undirbúning að dýrðinni. Og ekkert gerðist. Enginn kom. Þrátt fyrir skattastefnu hinna undirgefnu Auðmennirnir, sem hinir undirgefnu vildu fyrir allan mun halda í, fóru með fé sitt til útlanda. Fé sem þeir reyndar áttu ekkert í. Þeir rúðu samfélagið inn að skinni, og voru svo farnir. Bless! Þrátt fyrir skattastefnu hinna undirgefnu. Eða kannski vegna hennar.
Nú á að leggja á einhverja smáaura í orku- og umhverfisskatt, og þó upphefst væl hinna undirgefnu. Það kemur enginn og það fara allir!
Kannski er einmitt ástæðan fyrir hvernig fór með stefnu hinna undirgefnu, að menn vilja frekar eiga samskipti, og þar með viðskipti, við stjórnvöld með sjálfsvirðingu.
Stórtækir auðlindaskattar | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 10:04 | Facebook
Athugasemdir
Ja... hver er nú undirgefinn? Steingrímur sýnir af sér alveg fádæma þrælslund þegar hann beygir sig undir Jóhönnu í hverju málinu af öðru. Saman beygja þau sig svo í duftið fyrir herraþjóðunum, til að komast í ESB, þar sem auðlindirnar okkar fara á brunaútsölu!
Ófeigur (IP-tala skráð) 2.10.2009 kl. 12:24
Þessi pistill fjallaði greinilega ekki um Steingrím J. og hans meintu undirgefni! Ég ræð því vonandi um hvað pistlarnir á þessari minni fjalla? En takk fyrir smjörlíkisklípuna!
Auðun Gíslason, 2.10.2009 kl. 13:00
Nú vilja erlend stórfyrirtæki að við sýnum sömu undirgefni og fátækustu lönd Afríku. Fá allt fyrir ekkert.
Finnur Bárðarson, 2.10.2009 kl. 16:00
Markaðspostularnir skilja ekki aðra pólitík en brauðmolapólitík.
Árni Gunnarsson, 3.10.2009 kl. 00:38
Hún er dýr brauðmolapólitíkin. Nú heimtar álverið í Straumsvík straum fyrir stækkun. 12 ný störf skapast. Kostnaðurinn sem leggst á okkur/þjóðin fyrir rafmagnsstrauminn er 25 milljarðar!
Auðun Gíslason, 3.10.2009 kl. 10:41
Ætli það verði ekki ylræktarbændur og smá iðnfyrirtæki sem verða fyrir barðinu á "auðlindaskattinum". það verða smíðaðar undanþágur fyrir erlenda auðhringi þegar 'nánari útfærslur' sjá dagsins ljós.
ÁFRAM ÍSLANDNEI við ESB - NEI við Icesave - NEI við AGSStyðjum Samtök Fullveldissinna
http://www.fullvalda.is
http://fullvalda.blog.is/blog/fullvalda/
Ísleifur Gíslason, 3.10.2009 kl. 16:17
Já, iðnaðarráðherra er greinilega ein hinna undirgefnu.
Auðun Gíslason, 3.10.2009 kl. 20:51
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.