Ég á ekki til orð! Hvað vill Bjarni Ben uppá dekk?

Bjarni Ben ku vera formaður stærsta stjórnmálaflokks á Íslandi.  Var hann að fá upplýsingar um eðli alþjóðagjaldeyrissjóðsins í morgun?  Það er aungvu líkara!  Ég er búinn að velta þessari frétt fyrir mér meira og minna síðan um hádegið, og ég er enn orðlaus af undrun.  Ég hélt nefnilega að eðli AGS væri alþekkt og hefði verið um nokkurt skeið.  Í heilt ár hefur hvert mannsbarn á Íslandi áttað sig á að AGS er ekki alþjóðleg félagsmálastofnun, nema Bjarni og ráðgjafar.  Og það er einmitt sama fólkið og gerir hvað það getur til að velta ríkisstjórnunni úr sessi til þess að komast sjálf í stólana.  Skítt með hagsmuni þjóðarinnar.

Í heilt ár hafa Íslendingar talað og skrifað um AGS, og nokkrir mikið lengur.  Framferði hans, og sögu, allsstaðar þar sem hann hefur drepið niður fæti.  Allir nema Bjarni Ben og ráðgjafar hans.  Ferill AGS er á allra vitorði nema forystunnar í Sjálfstæðisflokknum og ráðgjafa hennar.

Hvað vill Bjarni Ben uppá dekk?


mbl.is Hneisa fyrir Alþjóðagjaldeyrissjóðinn
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Eyjólfur G Svavarsson

Það er gott að Bjarni komst að þessu því ekki lýtur út fyrir að  Ríkisstjornin viti það, burt með ags burt með esb burt með icesafe.

Eyjólfur G Svavarsson, 3.10.2009 kl. 11:07

2 Smámynd: Auðun Gíslason

VinstriGræn eru að minnsta kosti með þetta á hreinu!

Auðun Gíslason, 3.10.2009 kl. 11:39

3 Smámynd: Bjarni Kristjánsson

"Bjarni Ben ku vera formaður stærsta stjórnmálaflokks á Íslandi."

Smá leiðrétting: Bjarni Ben ku vera formaður næststærsta stjórnmálaflokks á Íslandi, eða fjórða minnsta flokksins.

Bjarni Kristjánsson, 4.10.2009 kl. 00:39

4 Smámynd: Auðun Gíslason

Alltaf jafn skarpur, Bjarni!

Auðun Gíslason, 4.10.2009 kl. 17:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband