3.10.2009 | 16:37
Þetta verða Sjálfstæðismenn að lesa!
Eitruð sending frá þingmanni
Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, skrifar stutta athugasemd í Morgunblaðið í dag og vekur athygli á að stærsta einstaka skuldin sem Íslendingar þurfi að greiða vegna bankahrunsins sé vegna afskriftareiknings Seðlabanka Íslands frá stjórnartíð Davíðs Oddssonar. Þessi 300 milljarða skuld dynji á almenningi af fullum þunga nú þegar ólíkt Icesave-skuldinni.
Helgi segir orðrétt: "Til að forða Seðlabanka Íslands frá gjaldþroti, þurfti ríkissjóður að leysa til sín tapaðar kröfur vegna fallinna fjármálastofnana að andvirði 300 milljarðar króna. Reikningurinn úr Seðlabankanum er 60 milljörðum hærri en fjárhæðin sem áætlað er að Icesave-reikningurinn endi í með vöxtum. Ólíkt Icesave-skuldbindingunum sem fyrst koma til greiðslu eftir sjö ár þarf almenningur á Íslandi þegar í dag að blæða fyrir reikninginn úr Seðlabankanum í formi hækkaðra skatta og niðurskurðar velferðarþjónustu ríkisins.
Skattahækkanir í fjárlagafrumvarpinu munu verða heilan áratug að vinna upp það tjón.
Hollt er að hafa þetta í huga við lestur Morgunblaðsins þessa dagana."
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Facebook
Athugasemdir
En þetta "eitur er bara pólitíkskur óhróður sem er bara "búmmerang" á hann sjálfan... http://www.kristinnp.blog.is/blog/kristinnp/
Kristinn Pétursson, 3.10.2009 kl. 16:56
Það er auðvitað deginum ljósara Kristinn minn að Davíð bjálfinn var meðvitundarlaust handbendi Samfylkingarinnar. En að öllu gamni slepptu þá var Seðlabankinn undir handleiðslu Davíðs og Jóns stórkrata Sigurðssonar ein skelfilegasta peningastofnun í vestrænum viðskiptaheimi.
Árni Gunnarsson, 3.10.2009 kl. 17:53
Það var og að hinn sanntrúaði neitaði sannleikanum! Hvar fær maður svona helvíti góðan heilaþvott? Það hlýtur annaðhvort að vera í Krossinum, í Sjálfstæðisflokknum, eða hreinlega á Bón- og þvottastöðinni! Jesssörrr!
Auðun Gíslason, 3.10.2009 kl. 20:21
Ég vildi bara vekja athygli á, hversu afkastamikill Davíð Oddsson er í því hlutverki að eyða og sóa fé almennings. Það hefur hann raunar alltaf verið.
* Þegar Davíð fór frá borginni var fjáhagur borgarinnar ein
rjúkandi rúst
* Þegar hann hljóp frá embætti forsætisráðherra, var hann
þegar búinn að sjá. Að allir hlutir sem hann hafði komið
nærri, voru komnir að fótum fram.
* Þegar loksins var hægt að koma honum út úr seðlabankanum,
var hann búinn að kollsigla bankann,
Kristbjörn Árnason, 4.10.2009 kl. 09:08
Birt með leyfi höfundar, Helga Hjörvar!
Auðun Gíslason, 5.10.2009 kl. 22:16
Árni! "Það er auðvitað deginum ljósara Kristinn minn að Davíð bjálfinn var meðvitundarlaust handbendi Samfylkingarinnar." Þetta er auðvitað hrein snilld, þessi setning! Þú og Megas eruð snillingar. "Það liggur svo berlega í augum uppi, Snati minn, hve átakanlega vondur hann er þessi heimur."
Auðun Gíslason, 5.10.2009 kl. 22:45
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.