5.10.2009 | 14:49
Mat á arðsemi orkusölu til stóriðju.
Mat á arðsemi orkusölu til stóriðju
http://www.fjarmalaraduneyti.is/media/Utgefin_rit/Mat_a_ardsemi_orkusolu_til_storidju_1.pdf
Formáli
Í apríl 2009 samdi Fjármálaráðuneytið við Sjónarrönd ehf. um að framkvæma mat á afrakstri
orkusölu til erlendrar stóriðju fyrir íslenska þjóðarbúið. Verkefnið greinist í tvo
meginverkþætti: Annars vegar skal leggja mat á arðsemi orkusölu til stóriðju; hins vegar skal
meta þjóðhagsleg áhrif af erlendum fjárfestingum í stóriðju. Samkvæmt verkáætlun skyldi
skila áfangaskýrslu í maí á þessu ári og endanlegum niðurstöðum síðar á árinu. Þessi
áfangaskýrsla er í samræmi við þessa kvöð. Lögð er áhersla á að auk þess sem hér er aðeins
tekið á vissum verkþáttum eru þær niðurstöður sem hér eru teknar saman til bráðabirgða og
gætu breyst í lokaútgáfu skýrslunnar.
Fyrir hönd Sjónarrandar hafa eftirtaldir unnið að gerð þessarar skýrslu: Þorsteinn Siglaugsson
hagfræðingur, Dr. Sigurður Jóhannesson hagfræðingur, Dr. Ásgeir Jónsson lektor við Háskóla
Íslands og Dr. Ragnar Árnason prófessor í hagfræði við Háskóla Íslands.
29. maí 2009
Fyrir hönd Sjónarrandar ehf.
..
Skatttekjur af stóriðju:
Skattar á málmframleiðslu sveiflast nokkuð frá ári til árs, en árið 2005 voru þeir 765 milljónir
króna (eða 0,14% af tekjum hins opinbera) og 2006 2,4 milljarðar (0,43% af tekjum hins
opinbera (www.hagstofa.is, ársreikningar fyrirtækja).
Umfang stóriðju í hagkerfinu:
Tekjur Íslendinga af rekstri stóriðju, sem eru fyrst og fremst laun, nálguðust sennilega 16
milljarða árið 2008, eða 2% af hreinum þjóðartekjum alls (hreinar þjóðartekjur eru tekjur
íslenskra framleiðsluþátta, vinnuafls og fjármagns, en afskriftir af fjármagni eru hér ekki taldar með).
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:08 | Facebook
Athugasemdir
Að vera boðið í svona mat - minnir helst á réttinn:
"Burtflognar hænur og teiknaðar kartöflur" .....
Kristinn Pétursson, 5.10.2009 kl. 15:51
???
Auðun Gíslason, 5.10.2009 kl. 16:09
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.