Ræður Bjarna og Sigmundar! Er þeim treystandi?

Það er greinilegt, að Bjarni Ben og Sigmundur Davíð hafa það eitt í huga að fella ríkisstjórnina.  Það er einsog þeir átti sig ekki  á því á hverskonar tímum og á hvaða stað við, íslensk þjóð, erum stödd!  Við erum stödd í miðjum rústum efnahagskerfis, sem er alfarið á ábyrgð helmingaskiptaflokkanna, Framsóknarflokksins og Sjálfstæðisflokksins.  Þeir reistu það í þágu helmingaskipta sinna, þeir umturnuð því í skrímsli hamfaramarkaðskerfis, í anda frjálshyggjunnar.  Græðgivæðing, auðhyggja, spilling og skortur á lýðræðislegum vinnubrögðum, sem óheft markaðskerfi felur í sér, leiddi svo til hrunsins og nú erum við stödd í rústunum.  Í þessu ástandi er það þeirra helsta markmið að blása að glæðum ósáttar í samfélaginu og grafa undan ríkisstjórninni.  Þeir telja, að einmitt núna sé rétti tíminn til að flokkar þeirra taki við!  Nú spyr ég:  Í ljósi sögunnar, er Framsóknarflokknum og Sjálfstæðisflokknum treystandi til að reisa við íslenskt samfélag á rústum hins gamla?  Ég segi nei!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Axel Jóhann Hallgrímsson

Nei

Axel Jóhann Hallgrímsson, 5.10.2009 kl. 22:49

2 Smámynd: Ísleifur Gíslason

Ég held ekki, en skattavaxtapíningarstefna ríkisstjórnarinnar er ólíðandi.

ÁFRAM ÍSLAND
NEI við ESB  -  NEI við Icesave - NEI við AGS

Styðjum Samtök Fullveldissinna
http://www.fullvalda.is

http://fullvalda.blog.is/blog/fullvalda/

Ísleifur Gíslason, 6.10.2009 kl. 01:23

3 Smámynd: Árni Gunnarsson

Ég held að einhvers konar þjóðstjórnarræksni þurfi til að loka þessu AGS máli og æsseif. Hálvitaháttur allrar sögu fólst í því að skella ESB umsókninni inn í þessi tvö ókláruðu mál. Útkoman gat aldrei orðið annað en fullkomið ráðleysi og sundrung.

Árni Gunnarsson, 6.10.2009 kl. 17:27

4 Smámynd: Árni Gunnarsson

Hálfvitaháttur var nú orðið sem þarna átti að standa. Og meira: Það var auðvitað fyrirséð að grimmar deilur yrðu um ESB umsóknina. Þegar svo kom staðfesting á því að full greiðsla á æsseif vitleysunni var lykillinn að afgreiðslu lánsins frá AGS og lána frá Evrópulöndunum ásamt hótunum um að standa í vegi fyrir umsókninni um ESB aðild voru öll þessi mál komin í hnút. Og útkoman fullkomin þvíngun til óskilyrtrar undirskriftar á öllum kröfum Breta og Hollendinga. Þess vegna var umsóknin um aðild að ESB ein mesta brjálsemi sem unnt var að hugsa sér af næstum fullorðnu fólki- mestanpart ódrukknu að sögn.

Árni Gunnarsson, 6.10.2009 kl. 17:37

5 Smámynd: Auðun Gíslason

Ég vil bara minna þig á Baráttudaga í október 10.-11.   Ekki get ég séð að "þjóðstjórnarræksni" myndi bæta neitt.  Myndi það ekki bara auka við hálfvitaháttinn?  Að fá Bjarna Ben og Sigmund Davíð í rikisstjórn, að viðbættri Kúlu-Gerði!  Nei, takk!  Það væri þá frekar að gera Þráinn Bertelson að ráðherra.  Hann talar altént íslensku og talar skynsamlega.  Það er kannski nauðsynlegt að vera álitinn geðveikur til að geta lagt eitthvað fram af viti en ekki óviti!  Og vera skemmtilegur að auki!

Auðun Gíslason, 6.10.2009 kl. 18:23

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband