8.10.2009 | 11:32
Eru Norðmenn betri lánardrottnar en aðrir?
Ein helsta hættan fyrir þjóð sem lendir í efnahagshruni, er skuldagildran! AGS og Alþjóðabankinn hafa lengi leikið þann leik, að lána og lána þjóðum sem lenda í efnahagskröggum stórfé. Á endanum verða svo skuldirnar það miklar, að engin von er til þess að nokkurn tíma sé hægt að greiða þær. Þessvegna þarf að umgangast öll lán með töngum. Freistast alls ekki til að nota það fé sem fengið er að láni.
Mig grunar að hér sé Sigmundur í ævintýraför aðeins til að slá sjálfan sig til riddara. Hingað til hafa Norðmenn ekki verið neitt sérlega viljugir. Létu t.d. undan þrýstingi AGS og afgreiddu ekki 100 milljarða lán til okkar í haust. Stoltenberg hefur sagt að ekki sé von til að breyting verði á stefnu Norðmanna. En kannski hér hafi orðið breyting á? Hver veit?
Það setur að manni ugg, þegar maður veltir fyrir sér þeim möguleika, að helmingaskiptaflokkarnir með þessa popularista í formannssætum komist til valda. Með allt þetta lánsfé til að "kaupa" sér vinsældir kjósenda og þó sérstaklega til að útdeila til nýrra S-hópa og manna "í talsambandi við flokkinn." Flokksgæðingar helmingaskiptaflokkanna eru nefnilega enn á kreiki!
--------------
Þeir eru að verða svolítið kostulegir, þessir kumpánar formenn helmingaskiptaflokkanna, þeir Sigmundur Davíð og Bjarni Ben. Sigmundur minnir á uppreisnargjarnan ungling á erfiðu mótþróaskeiði. Bjarni Ben slær úr og í, og segir eitt í dag og annað á morgun. Lengst af hefur hann haldið því fram að AGS-endurskoðunin og afgrreiðslan á láninu strandaði á að ríkisstjórnin hefði ekki staðið við áætlunina fyrir sína parta. Ekki hefur hann orði hallað á AGS. Nú er hann skyndilega búinn að fá altalaðar upplýsingar um AGS, að AGS vinni fyrir stórþjóðirnar sem eiga aðild að honum, og sé einskonar handrukkari þeirra. AGS sé að rukka fyrir Breta og Hollendinga! Sjaldan lýgur almannarómur!
Frá því í vetur er Barni búinn að endurtaka aftur og aftur að ríkisstjórnin sé ekkert að gera og að ástandið sé bara að versna og versna. Í Kastljósinu hér um kvöldið kvað alltíeinu við annan tón, þegar Bjarna vantaði rök fyrir að óhætt sé að reka AGS (hann trúir því sem sagt ennþá að AGS sé alþjóðleg félagsmálastofnun). Nú varr landið farið að rísa og gott ef ekki atvinnulífið farið að taka við sér! Hvort er það? Og er þá ekki ríkisstjórnin þó eitthvað að gera? Eitthvað smá?
Mikill velvilji í garð Íslands | |
Tilkynna um óviðeigandi tengingu við frétt |
Flokkur: Stjórnmál og samfélag | Breytt s.d. kl. 15:11 | Facebook
Athugasemdir
Af ástæðum sem sumir kalla fordóma í garð Norðmanna, vildi ég gjarnan sækja lánin annað, sé þess kostur.
Axel Jóhann Hallgrímsson, 8.10.2009 kl. 11:58
Aðalatriðið er að umgangast lánsféð með töngum, hvaðan sem það kemur!
Auðun Gíslason, 8.10.2009 kl. 12:17
Það á eftir að reyna á það. Varla tekur það meiri tíma að semja við þá um skilyrðin en stjórnendur IMF. Vona bara að þeir Sigmundur og Þórhallur detti ekki íða eins og þeim hætti til þarna á Sturlungaöldinni.
Árni Gunnarsson, 8.10.2009 kl. 16:03
Kannski koma þeir bara ekkert aftur heldur ílendast í sollinum í Osló? Þá þurfa menn að eiga góða sokka!
Auðun Gíslason, 8.10.2009 kl. 17:29
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.